
Um fæðuofnæmi og fæðuóþol
Flest þekkjum við einhvern sem er með ofnæmi eða óþol fyrir einni eða fleiri fæðutegundum. Fyrir marga er þetta ekki svo mikið mál – og sér í lagi með tímanum þá má venjast því að þurfa að sneiða hjá tiltekinni fæðu. Hins vegar er þetta oft mjög mikið mál, fæðið verður einhæft, næringargildi lækkar, fæðutrefjar skortir og svo ekki sé minnst á hversu hamlandi það getur verið að vera með ofnæmi, sér í lagi ef um bráða ofnæmi er að ræða.