En vísindamenn í Þýskalandi komust að þeirri niðurstöðu að það er gott fyrir heilsu karlmanna að fá tíma til að hitta vinina reglulega.
Þetta er alveg örugglega ekki eitthvað sem að kærastan/eiginkonan vil, heyra en vísindamenn hafa sannað að allir karlmenn þurfi á því að halda að hitta vinina reglulega, t.d fara og fá sér öl eða eitthvað annað.
Samkvæmt þessari rannsókn þá eru sterk tengsl milli vina mjög líkleg til að draga úr stressi, gott kvöld úti með vinunum er það sem mælt er með.
Í þessari rannsókn – sem gæti gert það að verkum að karlmenn fari að nota sem afsökun til að fara og hitta félagana, voru niðurstöðurnar þær að karlmenn í hópi karlmanna eru minna líklegir til að þjást af kvíða og stressi.
Í þessari rannsókn var notast við apa sem heita Macaques og eru þeir með mjög líka hegðun og við mannfólkið þegar kemur að félagslegri hegðun.
Þegar karlaaparnir voru með mökum sínum þá hækkaði stress hormónið hjá þeim, en þegar þeir voru í hóp með öðrum karlöpum þá voru þeir afar afslappaðir.
Það var einnig uppgötvað að sjúkdómar tengdir stressi var bara að finna hjá pörum eða kvenöpunum.
Heimild: telegraph.co.uk