Rannsókn sem gerð var við Athlone Institute of Thechnology um áhrif olía á bakteríur sem finna má í munni og þegar niðurstöður voru ljósar þá kom það engum á óvart að kókósolían var þar stóri sigurvegarinn.
Þessar nýju niðurstöður voru gerðar sem eftirfylgni á annarri rannsókn sem hafði sýnt að melt mjólk (streptococcus mutans) átti mun erfiðara með að mynda skán á glerungi tanna ef þær höfðu verið skolaðar með kókósolíu.
Vísindamenn fundu út að þegar olía var meðhöndluð með meltingarensímum þá kemur hún í veg fyrir megnið af bakteríum sem finna má í munni, S.mutans einnig.
S.mutans er baktería sem framleiðir sýrur sem spilar stórt hlutverk í tannskemmdum, þessi baktería á sök á 60-90% af tannskemmdum í börnum og fullorðnum.
Einnig með því að auka bakteríudrepandi efni sem eru án allar kemískra aukaefna er ein af betri leiðum til þess að berjast við sýkingar sökum bakteríu í munni.
Einnig í þessari sömu rannsókn er verið að skoða hvaða áhrif kókósolía hefur á meltingakerfið.
Hefur þér einhvern tíman dottið í hug að taka fulla skeið af kókósolíu til að hreinsa tennur og góm?
Ef ekki þá held ég að tími sé til kominn. Kókósolía inniheldur ekki flúor og er miklu virkar í að vinna gegn tannskemmdum og sjúkdómum í munni en venjulegt tannkrem.
Margir hafa tekið upp það sem kallst „oil pulling“ og hef ég heyrt góðar sögur af því.
Þú tekur fulla matskeið af kókósolíu og setur upp í þig og skolar munnin með olíunni í 15-20 mínútur og þetta gerir þú um leið og þú vaknar á morgnana. Og ALLS EKKI KYNGJA OLÍUNNI.
Svo losar þú þig við olíuna í vaskinn og skolar munninn með vatni.
Hér er afar gott tannkrem sem í raun allir ættu að nota….
½ bolli af kókósolíu
2-3 msk af matarsóda
15-30 dropar af bragðbætandi olíu – ef þú vilt
Bræðið kókósolíuna og blandið hinum hráefnunum saman. Hellið í glerkrukku og látið kólna.
Svo notar þú þetta nákvæmlega á sama hátt og venjulegt tannkrem
Grein af vef complete-health-and-happiness.com