Við vitum öll að sólin er ekki góð vinkona húðarinnar en við gleymum að kuldinn er heldur enginn sérlegur vinur hennar. Við verðum að verja húðina fyrir kuldanum alveg eins og við verjum okkur fyrir geislum sólarinnar.
Hérna eru nokkur ráð sem allir ættu að geta tileinkað sér í umhirðu húðarinnar þegar frostið bítur kinnar.
Þau mistök gerum við flest að nota sama rakakrem á andlitið allt árið um kring. En það eru mistök. Kuldinn úti þurrkar húðina og gerir hana afar viðkvæma. Krem sem best eru að nota á andlitið þegar veturinn gengur í garð eiga að vera feit því þau verja húðina betur. Þetta á líka við fyrir ykkur sem eruð með feita húð.
Þó svo sólin sé mun minni yfir vetrar tímann og þá sérstaklega eins norðarlega og við erum á Íslandi að þá áttu samt að kaupa andlistkrem með vörn í.
Alltaf eftir bað eða sturtu skaltu bera á þig gott krem, feitt krem eins og "body butter" er sérstaklega gott. Svo má ekki gleyma vörunum. Vaselín virkar alltaf vel, það ver varir gegn kuldanum. Fáðu þér handáburð sem er extra feitur og ekki hika við að maka honum á hendurnar á þér og nudda vel inn í húðina.
Mikill farði eldir húðina hraðar því hann stíflar svitaholurnar og húðin nær ekki að anda. Notaðu létt litað dagkrem yfir veturinn og reyndu að sleppa því að púðra mikið yfir farða.
Lesa má meira um umhirðu húðarinna á naturepurity.com