Hentugt í nestisboxið eða barnaafmælið.
Hráefni:
2 bollar af höfrum
50 gr af möndlum og macadamian hnetum – má sleppa
1 tsk af chia fræjum
3 tsk af vatni
1 bolli af þurrkuðum lífrænum eplum í bitum
1 pera, taka hýðið af og skera smátt
½ boli af kókósmjöli + auka til að rúlla upp úr
1 tsk af maple sýrópi eða sætuefni að eiginvali
Leiðbeiningar:
1. Hitaðu steikingarpönnu yfir meðal hita. Settu hafrana á pönnun og ristaðu í nokkrar mínútur, muna að hræra stöðugt. Þegar hafrarnir eru létt ristaðir þá tekur þú þá af pönnunni og setur til hliðar.
2. Taktu litla skál og settu chia fræjin í hana ásamt vatni og láttu liggja í smá tíma í bleyti.
3. Taktu hnetur og möndlur og skelltu í matarvinnsluvél og malaðu vel niður.
4. Bættu núna þurrkuðu eplunum og kókósmjölinu saman við og blandaðu vel.
5. Núna fara ristuðu hafrarnir og peran, ásamt chia fræjum og sýrópi saman við og láttu hrærast vel á góðum hraða. Þetta á að blandast vel og verða eins og deig.
6. Núna getur þú farið að búa til kúlur sem eru á stærð við teskeið og veltir þeim uppúr auka kókósmjölinu.
7. Þetta geymist í ísskáp í allt að 3.daga og það má líka frysta og nota eftir þörfum. Góður, hollur millibiti fyrir alla og hollt í nestisboxið fyrir börnin.
Njótið~