Eins og á ári hverju þá er Alþjóðlegi Dagur Fæðunnar 16.október. Markmiðið með þessum degi er að vekja fólk til vitundar um hungur í heiminum og hvetja fólk um allan heim til að gera það sem það getur til að berjast gegn hungri.
Efnisatriði fyrir 2015 er „Félagsleg verndun og landbúnaður“ , sem miðar að því að undirstrika það hlutverk sem félagsleg verndun spilar í því að draga úr langvinnu fæðu óöryggi og fátækt.
WHO (World Food Organisation) eru sérstaklega ánægð með þemað þetta árið. Þema þetta á að hvetja fólk til að taka þátt í landbúnaði og framleiða þannig meira af mat fyrir þá sem á þurfa.
Hlutverk bænda í þessum skilningi er afar mikilvægt. Bændur eru lykillinn að því að berjast gegn hungri og finna bestu leiðirnar til að útrýma hungri í heiminum. Það eiga allir rétt á að hafa mat á sínum disk á hverjum degi.
Bændur í hinum þriðja heimi þurfa því að hafa aðgang að vísindum, nýsköpun og þekkingu þegar kemur að því að rækta landið.
„Sem bóndi þá verð ég að hafa þekkingu á því hvaða matur inniheldur bestu og mestu næringu fyrir líkamann“ En þetta sagði starfandi forseti WFO Evelyn Nguleka í nýlegu viðtali.
„Ég held að tæknin og nýsköpun verði að vinna saman þegar kemur að framleiðslu á gæða mat sem við öll þurfum til að lifa“ sagði Evelyn Nguleka einnig.
Munið 16.október er Alþjóðlegur Dagur Fæðunnar.
Af vefsíðu wfo-oma.com