Sænska matvælastofnunin (Livsmedelsverket) birti nýja skýrslu um rannsókn á arseni í hrísgrjónum og hrísgrjónavörum á sænskum markaði. Þessi rannsókn var gerð í framhaldi af niðurstöðum rannsóknar á þungmálmum í barnamat og ungbarnablöndum þar sem kom í ljós að arsen var í miklu magni í hrísgrjónavörum, sérstaklega hrísgrjónadrykkjum.
Matvælastofnun vinnur að því að uppfæra ráðleggingar stofnunarinnar til neytenda um arsen m.t.t. til niðurstaðna þessarar framhaldsrannsóknar.
Tekin voru 102 sýni af m.a. hrísgrjónum (basmati, jasmine, long grain og hýðishrísgrjónum), hrísgrjónakökum, grjónagraut, morgunkorni, hrísgrjónadrykkjum og glútenfríu brauði, núðlum og glútenfríu pasta. Sýnin voru úr vörum frá öllum helstu framleiðendum auk þess að tekin voru sýni af lífrænum vörum.
Tvennt áhugavert kom í ljós í rannsókninni:
Helsta niðurstaða sænsku matvælastofnunarinnar eru að arsen er til staðar í öllum hrísgrjónum þó í mismiklu magni sé. Þess vegna ráðleggja sérfræðingar að:
Íslendingar borða að miklu leyti sömu hrísgrjónavörur og Svíar. Matvælastofnun mun nú leggjast yfir skýrsluna til að meta hvort sænsku ráðleggingarnar eigi við á Íslandi.
Arsen finnst í mismiklu magni í bergi. Efnið berst í grunnvatn og með vatninu í plöntur. Hrísgrjónaplantan er vatnsfrek og safnast arsen upp í meiri mæli í hrísgrjónum en í öðrum korntegundum. Magnið getur verið mjög breytilegt eftir landsvæðum og jafnvel milli akra í sama héraði. Vinnu innan Evrópusambandsins við að skilgreina hámarksgildi fyrir arsen í hrísgrjónum er lokið og reglugerð er væntanleg sem búist er við að taki gildi 1.janúar 2016. Frá þeim tíma mun vera hægt að grípa til aðgerða ef arsen greinist yfir hámarksgildi og fjarlægja vöru af markaði.
Heimild: mast.is