Fara í efni

Unnar kjötvörur krabbameinsvaldandi samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar

Samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar (WHO) eykur neysla á unnum kjötvörum líkurnar á krabbameini.
Unnar kjötvörur krabbameinsvaldandi samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar (WHO) eykur neysla á unnum kjötvörum líkurnar á krabbameini.

Í skýrslunni kemur einnig fram að líklegt þyki að rautt kjöt sé krabbameinsvaldandi en frekari rannsókna sé þörf til að staðfesta það.

Niðurstöður skýrslunnar byggja á yfir 800 rannsóknum og hafa unnar kjötvörur í kjölfarið verið settar í flokk 1 sem er flokkur yfir efni sem skilgreind eru sem krabbameinsvaldandi í mönnum. Fram kemur að neysla á 50 gr af unnu kjöti á dag auki líkurnar á krabbameini í ristli og endaþarmi um 18%.

Flokkur 1 inniheldur ýmis efni sem staðfest er að geti aukið líkur á krabbameini og má þar meðal annars nefna plútóníum, tóbak og áfengi.

Þó svo að unnar kjötvörur séu settar í sama flokk og mörg hættuleg efni þýðir það ekki að sama áhætta fylgi þeim öllum. Til dæmis er töluvert verra fyrir heilsuna að reykja sígarettur en að borða beikon.

Tekið er fram í skýrslunni að ekki sé ástæða til þess að hætta alfarið neyslu á kjöti í kjölfar þessarar niðurstöðu en ráðlegt sé að takmarka hana.

Grein af vef hvatinn.is