Pensilín eða penisillín er sýklalyf sem hindrar byggingu veggja baktería og leiðir þannig til dauða þeirra. Pensilín er efni sem er framleitt í sumum tegundum af sveppum og það var einmitt þannig sem efnið uppgötvaðist.
Pensilín eða penisillín er sýklalyf sem hindrar byggingu veggja baktería og leiðir þannig til dauða þeirra.
Pensilín er efni sem er framleitt í sumum tegundum af sveppum og það var einmitt þannig sem efnið uppgötvaðist. Ekki framleiða allir sveppir efnið en það finnst a.m.k. í sveppnum Penicillium chrysogenum. P
ensilín er í raun samheiti yfir mörg sýklalyf sem hafa svipaða virkni, má þar nefna ampicillin, amoxicillin, flucloxacillin og phenoxymethylpenicillin.
Þegar bakteríusýking kemur upp er fólki oft gefið pensílín, það er oftast tekið inn í gegnum munn og fer þá frá meltingarvegi inní blóðrásina og þaðan dreifist það um allan líkamann. Þegar pensilínið kemst í snertingu við bakteríur, sem vaxa saman í hnöppum eða breiðum þá binst virka efnið sem heitir beta-lactam við byggingareiningar sem bakterían notar til að byggja frumuvegg utan um sig. Þegar þetta gerist geta bakteríurnar ekki klárað að byggja vegginn og þess vegna deyja þær.
Pensilín er því notað á þá gerð baktería sem eru með vegg sem er næmur fyrir beta-lactam, það á við um mjög stóran hóp baktería en þó eru til bakteríur sem annað hvort eru ekki næmar fyrir efninu eða hafa komið sér upp ónæmi gegn pensilíni.
Smelltu HÉR til að lesa þessa góðu grein til enda.