Rannsóknir á nýrri genameðferð gegn slímseigjusjúkdómi (cystic fibrosis) hafa sýnt að lyfið hefur marktæk áhrif á lungnastarfsemi.
Rannsóknir á nýrri genameðferð gegn slímseigjusjúkdómi (cystic fibrosis) hafa sýnt að lyfið hefur marktæk áhrif á lungnastarfsemi. Niðurstöðurnar, sem birtar voru í The Lancet Respiratory Medicine, sýna að meðferðin er örugg í notkun. Að sögn Eric Alton við Imperial College London, sem leiddi rannsóknina, svöruðu sjúklingar meðferðinni misvel, þrátt fyrir þetta eru lofa niðurstöðurnar góðu.
Slímseigjusjúkdómur er erfðasjúkdómur sem kemur til vegna stökkbreytingar á einu geni. Vegna þess að sjúkdómurinn er bundinn einu geni mætti ætla að auðvelt væri að finna meðferð við honum. Þetta er þó í fyrsta skipt sem sýnt er fram á að genameðferð hafi áhrif á sjúkdóminn.
Meðferðin var prófuð á 136 einstaklingum yfir 12 ára aldri með sjúkdóminn. Þátttakendur fengu ýmist genameðferðina eða lyfleysu með saltlausn sem gefin var með eimgjafa einu sinni í mánuði í heilt ár.
Smelltu HÉR til að lesa þessa áhugaverðu grein til enda.
Grein af hvatinn.is