Algengir sjúkdómar tengdir við D-vítamín skort
Skortur á D-vítamíni gæti verið að orsaka þessa algengu sjúkdóma.
Of hár blóðþrýstingur : Í nýlegri rannsókn kom í ljós að sjúklingar sem þjást af þessum kvilla gekk betur að eiga við hann ef að það var aukið á D-vítamín í þeirra mataræði.
Flensan: Það vita flestir að flensan lætur á sér kræla þegar sólin er sem lægst á lofti. Það er lítil sem engin sól og ansi dimmt úti. Að auka D-vítamínið í líkamanum hjálpar til við að berjast á móti flensunni.
Tannskemmdir: Það hefur löngum verið talið að tannskemmdir tengist litlu sólarljósi (veit ekki hvaðan þessi tilgáta kemur). Margar nýlegar rannsóknir hafa sýnt að aukning á D-vítamíni getur styrkt tennurnar til muna.
Krabbamein: Hvort sem við erum að tala um brjóstakrabbamein eða önnur að þá hefur það sýnt sig að skortur á D-vítamíni í líkamanum getur aukið líkur á krabbameini. Passið upp á D-vítamín búskapinn hjá ykkur fyrir allamuni.
Og núna þegar haustið er komið og veturinn á næsta leiti þá er mælt með því að auka D-vítamín inntöku, sérstaklega yfir dimmustu mánuðina.
Heimild: healthy-holistic-living.com