Blekkingar skyndibitakeðja
Neytendur í heiminum eru sífellt að verða meðvitaðri um innihald þeirra matvara sem þeim er boðið uppá, það er af hinu góðu því við ættum ekki að láta bjóða okkur hvað sem er. Við setjum mikið traust á matvælaframleiðendur um að merkja matvörur rétt með þeim innihaldsefnum sem eru í matvörunni og í réttu magni.
En því miður brjóta matvælaframleiðendur stundum þetta traust og það gerir okkur neytendur enn varari um okkur þegar við neytum unninna matvæla. Þetta er kannski ágætis áminning þess sem Náttúrulækningafélag Íslands predikar reglulega þ.e.a.s. að neyta ferskra afurða í stað mikið unninna því með því er maður að fjárfesta í heilsu sinni.
Þekktasta nýlega dæmið á Íslandi um blekkingar matvælaframleiðenda á innihaldi vöru eru kjötlokurnar sem seldar voru hér, en við nánari skoðun kom í ljós að þær innihéldu ekki snefil af kjöti!
En það eru ekki bara litlir íslenskir framleiðendur sem eru þekktir fyrir að blekkja viðskiptavini sína. Stórar og þekktar skyndibitakeðjur sem selja milljónir skammta af sínum matvörum daglega hafa einnig orðið uppvísar af því að blekkja viðskiptavini sína með ótrúlegum og óætum innihaldsefnum. Hér fyrir neðan eru fimm þekkstu dæmin sem hafa komið upp undanfarnin ár.
1. Útrunnið kjöt hjá McDonalds
Samkvæmt heimildum Reuters í Kína þá varð Yum Brands Inc. sem er systurfyrirtæki MaDonalds og KFC í Kína að biðja viðskiptavini sína afsökunnar vegna þess að það hafði selt útrunnið kjöt á tveimur af sínum veitingastöðum. Í framhaldinu fór Kínverska matvælaeftirlitið fram á ítarlega rannsókn á gæðaeftirliti, framleiðslu og sölu frá þessum framleiðanda og yfir 4500 skammtar af mögulega útrunnu kjöti voru tekin úr umferð.
2. Kjötlaust taco á Taco Bells
Þessi svik komu fram þegar innihald tacos frá þeim var skoðað og kom í ljós að eitt vinsælasta tacoið þeirra innihélt aðeins um 35% kjöt. Taco Bells var lögsótt fyrir að villa fyrir um neytendum því þeir héldu fram að kjötblanda þeirra innihéldi 88% kjöt. Mestur hluti blöndunnar ásamt kjötinu voru hafrar og önnur fylliefni.
3. Hrossakjöt hjá Burger King
Þó þónokkurs magns sé neytt af hrossakjöti hér á Íslandi og í fleiri löndum þá eru mun fleiri lönd sem líta á hrossakjötsát sem óhugsandi og viðbjóðslegt.
Það uppgötvaðist fyrir nokkrum árum að hrossakjöt var í Burger King hamborgurum í Bretlandi. Hrossakjöti var bætt í kjötblönduna sem notuð var í hamborgarann. Burger King‘s ásakaði birgja í Póllandi fyrir að selja þeim hrossakjöt án þeirra vitundar.
4. Mjólkurbaktería hjá Fonterra
Fonterra er stórt aðþjóðlegt fyrirtæki sem selur næringar- og mjólkurafurðir um allan heim. Árið 2013 þá voru þúsundir af vörum þeirra innkallaðar því mysuafurð frá þeim gæti valdið matareitrun, því hún innihélt stórhættulega bakteríu sem getur m.a. valdið lömun og dauða hjá mönnum (botulism). Um 1000 tonn af vörum frá þeim voru innkallaðar vegna þessa
5. Bleika slímið hjá McDonalds
Jamie Oliver er snillingar og þekktur fyrir að berjast fyrir heilnæmum matvælum fyrir alla jarðarbúa og hann sér flestum skyndibitastöðum allt til foráttu vegna mikið unninna matvæla frá þeim. Hann sýndi m.a. fram á að McDonalds notaðist við fylliefni sem hann kallaði „bleika slímið“ í hamborgara sína. Þetta bleika slím var gert út kjötafgöngum og fitu sem var þrifin í ammoníumhydroxíði. Þetta bleika slím var talið óhæft til manneldis og að lokum vann Jamie stríðið við McDonalds og keðjan varð að hætta að nota bleika slímið.
Þetta hneyksli olli því líka að mörgum lykilstjórendum var sagt upp innan McDonalds og margir þurftu að greiða milljónir dollara í skaðabætur.
Við getum þakkað fyrir að McDonalds er ekki enn starfandi á Íslandi.
Þýtt og endursagt af erlendri heimasíðu: http://au.ibtimes.com/articles/561037/20140730/global-food-scandal-mcdon...
Skrifað af Geir Gunnari Markússyni, ritstjori@nlfi.is
Heimild: nlfi.is