HVERS VEGNA BROKKÓLÍSPÍRUR ?
Brokkólíspírur innihalda mikilvæg frumuverjandi efni, m.a, glúkórafanín, sem rannsóknir sýna að geta hindrað æxlismyndun og örvað afeitrun krabbameinsfruma úr líkamanum.
Mikilvægt er að borða brokkólíspírurnar ferskar þar sem ensímið mýrósínasa er þýðingarmikið við niðurbrot glúkórafaníns í hið verndandi efni súlfórafan í meltingarveginum. Þá hefur verið sýnt fram á að súlfórafan í brokkólíspírum geti veitt vörn gegn húðkrabbameini af völdum útfjólublárra geisla.
Brokkólíspírur hafa hátt gildi andoxunarefna, A, C og E-vítamína, sem hjálpa líkamanum við að eyða sindurefnum, en þau eru talin vera orsök ýmissa hrörnunarsjúkdóma. Auk þess innihalda þær mikið af öðrum næringarefnum, m.a. vítamínin B og K, sink, kalsíum, magnesíum og járn. Brokkólíspírur eru einstaklega ljúffengar, mildar og örlítið stökkar.
Þær fara vel með fiski, í samlokur og græna drykkinn, hrein ofurfæða.