Mountain Dew tennur, þetta þarftu að lesa!
Appalachia er svæðið suður af New York og niður til Alabama. Á þessu svæði er komið upp stórt vandamál sem kallað er "Mountain Dew mouth".
Skemmdir, tannsteinn og tennur sem eru rotnar, en það er það sem gerist þegar ekki er hugsað um þær og mikið innbyrt af sykri og drykkjum með háu sýrustigi eins og gosdrykkjum og sportdrykkjum.
Á svæði Appalachia er þetta vandamál sem vex með hverjum degi. Öll þessi vandamál má rekja beint til drykkjarins Mountain Dew.
Mountain Dew er drykkur sem er hluti af menningu Appalachia. Áður en PepsiCo keypti Mountain Dew að þá var það framleitt á þessu svæði, nánar tiltekið í Tennessee sem er kallað hjarta Appalachia.
Mountain Dew eins og svo margir aðrir gosdrykkir er afar hátt í sykri og koffeini og virðist vera mjög ávanabindandi. Íbúar á þessu áður nefnda svæði sjást iðulega með flösku eða dós í hönd og drekka Mountain Dew allann daginn.
Gosdrykkir og aðrir sykraðir drykkir orsaka skemmdir í tönnum því sýruhlutfallið í þessum drykkjum er afar hátt. Ekki bara að þeir orsaki skemmdir heldur lækka þessir drykkir Ph gildið í munninum sem gerir það að verkum að bakteríur ná að grassera.
Þessir þættir auka svo um munar á tannskemmdir sem ekki er hægt að laga nema með gervitönnum ef að tannhirða er léleg.
Ástæðan fyrir þessu ástandi á tönnum á þessu svæði í Bandaríkjunum er líka sú að þar er mikil fátækt og fólk hefur ekki efni á að fara til tannlæknis. Önnur ástæða er sú að fólkið sem þarna býr drekkur næstum eingöngu gosdrykki allan daginn. Fólk alveg frá 18 ára og uppúr þarf stöðugt að vera að láta draga úr sér tennur því þær eru rotnar.
Þetta er gott að hafa í huga þegar gosdrykkja er neytt. Þeir eru háir í sýru og afar sykraðir.
En ástæðan fyrir þessari grein er sú að það er óhugnalegt að á svona stóru svæði í landi eins og Bandaríkjunum skuli fólk hreinlega vera að missa tennurnar vegna ofneyslu á gosdrykkjum eins og t.d Mountain Dew.
Heimildir: naturalnews.com