Mikil neysla sykurs getur allt að tvöfaldað líkurnar á hjartasjúkdómum
Nýjar rannsóknir sýna að viðbættur sykur, sem finna má m.a. í gosdrykkjum og unnum matvörum, geti aukið hættuna á dauðsföllum sökum hjarta- og æðasjúkdóma.
Nýjar rannsóknir sýna að neysla of mikils sykurs getur tvöfaldað líkurnar á því að látast af sökum hjartasjúkdóms.
Vísindamenn hafa fundið ógnvekjandi tengsl milli óhóflegrar neyslu sykurs í formi t.d. gosdrykkja eða unninna matvæla og dauðsfölla að sökum hjartasjúkdóma.
Rannsakendur fundu út að jafnvel bara einn gosdrykkur á dag væri nóg til að auka líkurnar um einn þriðjung á því að deyja úr hjarta- og æðasjúkdómum. Hjá þeim sem innbyrgðu einn fjórða af daglegri kaloríu inntöku sinni úr sykri þá voru líkurnar á dauðsfalli sökum hjartasjúkdóms tvöfaldar.
Viðmiðin sem World Health Organisation gefa frá sér varðandi mataræði segja að viðbættur sykur eigi að vera innan við 10% af daglegri kaloríu inntöku. Viðbættur sykur er sykur sem finnst meðal annars í unnum matvælum, en ekki náttúrulegri uppsprettu sykurs eins og ávöxtum.
Breskir sérfræðingar vilja að þessi mörk verði minnkuð niður í 5% og að skattur verði settur á gosdrykki þar sem þeir segja að sykur sé „hið nýja tóbak“.
Prófessor Graham MacGregor, formaður samtakanna „Aðgerðir gegn sykri“ segir þetta vera mikilvæga rannsókn. Hann segir að rannsóknin sýni skírt að tengsl séu á milli mikillar neyslu sykurs og aukinnar hættu á hjartaáfalli og heilablóðfalli, og leggi þannig áherslu á að minnka þurfi sykurinntöku til að minnka offitu og hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Hann bendir á að sykur sé ekki aðeins óþarfa kaloríuinntaka og valdur tannskemmda, heldur geti líka gert fólk móttækilegt fyrir heilablóðfalli og hjartaáfalli. Því þurfi að grípa til aðgerða sem fyrst.
Rannsóknin var leidd af Dr. Quanhe Yang á Miðstöð fyrir stjórnun sjúkdóma og forvarna í Atlanta og notaði gögn úr Bandarísku heilsukönnuninni til að skoða hversu mikinn viðbættan sykur fólk væri að neyta.
Milli ársins 2005 og 2010 þá var viðbættur sykur að minnsta kosti 10% af daglegri kaloríu inntöku rúmlega 70% Bandaríkjamanna. Þessi gögn voru borin saman við dauðsföll sökum hjartasjúkdóma yfir 14.6 ára tímabil, en á því tímabili voru 831 dauðsföll sökum hjarta- og æðasjúkdóma í rannsóknarhópi sem talinn var gefa mynd af hinum almenna borgara.
Hjá þeim sem voru með 17 til 21% af daglegri kaloríu inntöku sinni úr viðbættum sykri þá voru líkurnar á hjartatengdum dauðsföllum 38% hærri en hjá þeim sem innbyrgðu minna en 10% kaloría úr viðbættum sykri. Hlutfallið var fjórum sinnum hærra hjá þeim sem fengu einn þriðja eða meira af sínum daglegu kaloríum úr viðbættum sykri.
Ein dós af sykruðum gosdrykk daglega getur aukið hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum um allt að 29% miðað við þá sem drekka eina dós á viku eða minna. Ein 360 ml gosdós getur innihaldið allt að átta teskeiðar af sykri.
Rannsakendur segja að þessi aukna hætta sé ekki einungis vegna þess að fólk sem innbyrgðir meiri sykur sé líklegra til að vera í yfirþyngd eða eiga við offitu að stríða. Þeir vilja meina að umfram sykur hafi áhrif á líkamann sem eigi eftir að útskýra betur, en hann geti meðal annars hækkað blóðþrýsting og haft óhagstæð áhrif á blóðfitu og bólgur.
Bretar innbyrgða að meðaltali 12 teskeiðar af sykri á dag, sumir allt að 46 teskeiðar, en World Health samtökin mæla með að innbyrgða ekki meira en það sem samanber 10 teskeiðum á dag.
Talsmaður sykuriðnaðarins gefur lítið fyrir þessar fréttir og segir að sérfræðingar um allan heim, meðal annars World Health samtökin og heilbrigðisráðuneytið í Bretlandi, hafi farið yfir rannsóknargögn þar sem meirihluti þeirri gefa til kynna að mataræði með viðbættum sykri valdi ekki hjartasjúkdómum.
Tekið af hjartalif.is