Fréttir
Hrísgrjón eru ekki öll eins
Munurinn á næringargildi hvítra hrísgrjóna og hýðishrísgrjóna er í raun álíka mikill og munurinn á fransbrauði og grófkornabrauði.
Hver er leyndardómur Miðjarðarhafsmataræðisins?
Margar rannsóknir hafa sýnt aðMiðjarðarhafsmataræðið dregur úr líkum á langvinnum sjúkdómum, ekki síst hjarta-og æðasjúkdómum.
Kransæðastífla, lambakjöt og smjör
Mikil umræða um mataræði hefur átt sér stað meðal lækna og annarra sérfræðinga undanfarið. Þá hefur áhugi almennings á heilbrigðum líffstíl verið áberandi og skilningur á þýðingu mataræðis fyrir heilsu og vellíðan fer vaxandi. Næringarfræðingar, læknar og annað fágfólk tjáir sig í auknum mæli í fjölmiðlum og miðlar þar með af þekkingu sinni um þetta mikilvæga málefni.
Yfirferð á matardagbók
Ef þig langar að bæta mataræði þitt, fá aðstoð við að aðlaga mataræðið og skammtastærðir að þínum markmiðum eða ef þú þarft á aðhaldi að halda, hafðu þá samband í naering@naering.com.
Kotasælupönnsur
Þessar pönnsur eru fínar til dæmis í morgunmat eða með miðdegiskaffinu. Þær eru bragðgóðar, hollar og próteinríkar.
Salt í hófi
Upplýsingar um af hverju borða þarf salt í hófi og ráðleggingar hvernig hægt er að minnka saltneyslu
Hvað borða keppendur í Biggest Loser?
Mataræði keppenda var sett upp með það í huga að fá líkama keppenda til að hreinsa sig en einnig til að fá meltingarkerfi og hormónakerfi í jafnvægi.
Mountain Dew tennur, þetta þarftu að lesa!
Appalachia er svæðið suður af New York og niður til Alabama. Á þessu svæði er komið upp stórt vandamál sem kallað er "Mountain Dew mouth".
Borðað af gjörhygli - Gjörðu svo vel
Hvenær varð það synd að borða og njóta matarins? Hver kannast ekki við það að finna svengdartilfinningu vakna og ná sér í t.d. kökusneið, hrökkbrauð eða ávöxt (allt eftir smekk hvers og eins). Taka fyrsta bitann og líða betur, líta svo á tölvuskjáinn eða sjónvarpið og eitthvað grípur athyglina, líta svo á diskinn og allt í einu er allt búið. Hvert fór maturinn? Fá sér meira. Svo byrjar neikvæðnin; „Ég ætti nú ekki að borða þetta“, „Hvers vegna var ég að borða þetta?“ Þetta kannast margir við og í kjölfarið fylgir oft gremja, samviskubit eða skömm.
Hörfræolían með gulamiðanum
Hörfræolían í Gula miðanum er kaldpressuð úr lífrænum hörfræjum. Hún er ein af þeim fáu olíum úr jurtaríkinu sem inniheldur omega-3 fitusýrur .
Hafragrautur með karamelluseraðri Döðluplómu (Glútein frír og Vegan)
Epli á dag kemur skapinu í lag er alltaf sagt. Hvað með að prufa að borða Döðluplómu á dag og athuga hvort skapið versni nokkuð?
Hvað er ég að borða?
Það er einkennilegt að það þurfi að berjast sérstaklega fyrir því að neytendur fái fullnægjandi upplýsingar.
Neysla ávaxta og grænmetis jókst árið 2012
Embætti landlæknis birtir reglulega upplýsingar um fæðuframboð á Íslandi og þó þær veiti ekki beinar upplýsingar um neyslu gefa þær vísbendingar um þróun á mataræði þjóðarinnar.
Krukkusalat
Hér er hugmynd að einföldu salati sem hægt er að gera kvöldinu áður og geyma í kæli. Hér er málið að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín. Aðalatriðið er að hafa sósu, fræ o.þ.h. neðst og salatið efst. Því þegar þú hellir úr krukkunni á disk þá endar salatið neðst - svona eins og við viljum hafa það.
Glútenlaus kínóagrautur með pekanhnetum
Undanfarið hefur orðið mikil vakning á glútenlausu fæði og hér er einn mjög einfaldur morgunverður sem er í miklu uppáhaldi á mínu heimili þessa dagana.
Holl næring til bættrar heilsu og líðan og enn betri árangurs, 3. hluti
Reglubundnar máltíðir eru lykillinn að nægjanlegri og jafnri orku og þar af leiðandi afköstum okkar, einbeitingu og vellíðan.
Beet it Sport er hannað sérstaklega fyrir íþróttaheiminn
Beet it sport er 70 ml skot af nánast óblönduðum rauðsófusafa (98%) sem er bættur með óþynntum sítrónusafa (2%). Beet it Sport var hannað sérstaklega fyrir Íþróttaheiminn.
Holl næring til bættrar heilsu og líðan og betri árangurs, 2. hluti
Þegar talað er um fjölbreytni í fæðuvali þá er í rauninni verið að ráðleggja neyslu á fæðu úr öllum fæðuflokkunum en það er mikilvægt til að næringar- og orkuefnin sem líkaminn þarfnast skili sér inn í líkamann í æskilegum hlutföllum. Fæðuflokkarnir eru mjólk og mjólkurafurðir, kjöt, fiskur og egg en þessir fimm fæðuflokkar eru aðal próteingjafarnir í fæðunni okkar.
D - vítamínbættar mjólkurvörur - áfram mælt með lýsi
Embætti landlæknis og Rannsóknastofa í næringarfræði við Landspítala háskólasjúkrahús og Háskóla Íslands (RÍN) hafa hvatt mjókuriðnaðinn til að bæta 10 míkrógrömmum (µg) af D-vítamíni í hvern lítra af mjólk og mjólkurvörum til að auðvelda fleirum að fá nægilegt D-vítamín.
Einn mola fyrir hvert ár
Skilaboð tannlækna um að betra sé að hafa einn nammidag í viku frekar en að fá sér sælgætismola á hverjum degi voru skynsamleg og hefðin um laugardagsnammið hefur að einhverju leyti fest rætur hér á landi.
Skyndibiti fyrir þá sem eru með ofnæmi
Mikill fjöldi skyndibitastaða keppist um hylli viðskiptavina. Margir þeirra stíla inn á hollustu og heilnæmi matarins sem í boði er, sem er gott út af fyrir sig.
Enn um egg og hjartasjúkdóma?
Ýmsar rannsóknir benda til að tengsl séu á milli hás kólesteróls í blóði og tíðni hjarta-og æðasjúkdóma.