Fylltir sveppir með spínati
Þetta er hægt að nota með nánast öllu
Hráefni
12 stk sveppir, meðalstórir
2 stk shallotlaukar, fínt skornir
1 stk hvítlauksrif, fínt skorið
3 msk valhnetur, saxaðar
1/2 bolli ostur, rifin
300 gr spínat (frosið), saxað
salt og pipar
ólifuolía
Aðferð
Fjarlægið stilkana af sveppunum þannig að góð hola er í sveppunum. Saxið stilkana fínt og steikið með shallot og hvítlauknum í ólifuolíunni og færið af hellunni. Bætið þar út í valhneturnar, rifna ostinn og spínatið og kryddið með salt og pipar.
Setjið blönduna í sveppahattana og penslið aðeins með olíunni. Bakið í ofnskúffu í heitum ofni 200°c í ca. 10-15 mínútur.
Gott er að nota ferskt spínat í stað þess frosna.
Berið fram með salati og sinneps vinaigrette.