Súper delish í helgar brönsinn.
Súper delish í helgar brönsinn.
Skemmtilegur snúningur á hina hefðbundunu crépes.
Uppskrift er fyrir 8-10 ( c.a 25 kökur)
Hráefni:
1 bolli af hveiti – má auðvitað vera glútenfrítt
3 tsk af sykri eða örðu sætuefni
Klípa af sjávarsalti
2 egg
½ bolli af mjólk , t.d möndlu eða kókósmjólk
1 tsk af vanillu
1 msk af smjöri – hafa það bráðið
Kjöt úr einni sítrónu
2 tsk af sítrónu safa
2 tsk af birkifræjum
Bláberja-rjómaosta fylling:
Ein dós af rjómaosti, mjúkum
¼ bolli af flórsykri eða öðru sætuefni
Kjöt úr ½ sítrónu
1 tsk af vanillu
¾ bolli af bláberjum
Þú ættir í raun að tvöfalda uppskrift til að geta fyllt allar crepes, eða nota Nutella í hinn helminginn.
Leiðbeiningar:
- Blandið saman hveiti, sykri og salti og setjið til hliðar. Takið stóra skál og setjið í hana, mjólkina, hrærð egg, vanilluna, sítrónu kjötið og birkifræin og hrærið afar vel saman. Hrærið svo saman við hveitiblöndunni og passið að það séu engir kekkir og endið á að setja smjörið.
- Í aðra skál skal segja mjúka rjómaostinn, flórsykurinn, sítrónusafann, sítrónukjöti og vanilluna og virkilega “berja” þetta saman með þeytara. Bætið svo bláberjum saman við og merjið þau með gaffli þar til allt er vel blandað. Setjið til hliðar og leyfið að standa þar til litur berjanna litar blöndunna fallega fjólubláa.
- Hitið núna létt smurða pönnu á meðal hita og setjið um ¼ af deigi (um 2-3 msk) á pönnuna. Passið að deig dreifist jafnt um alla pönnu.
Crépe á að vera eins þunn og mögulega þú getur gert hana með því að snúa pönnu á allar hliðar.
Látið eldast í um 2-3 mínútur á hvorri hlið.
Berið svo fram með bláberja fyllingunni.
Toppið með kjöti úr sítrónu og maple sýrópi og það má sigta létt yfir auka flórsykri.
Njótið vel !