Fara í efni

10 hlutir sem þú átt aldrei að setja í uppþvottavélina

Eins og uppþvottavélin er nú frábært heimilistæki, þá er ekki þar með sagt að það megi henda öllu í vélina. Nei, sumt verður þú hreinlega að vaska bara upp á gamla mátann.
Þetta á ekki að fara í uppþvottavélina
Þetta á ekki að fara í uppþvottavélina

Eins og uppþvottavélin er nú frábært heimilistæki, þá er ekki þar með sagt að það megi henda öllu í vélina. Nei, sumt verður þú hreinlega að vaska bara upp á gamla mátann.

Þótt vélin taki nánast allt úr eldhúsinu, getur uppþvottavél líka skemmt góð áhöld og eins eru það hreinlega sumir hlutir sem ekki eiga að fara í vélina. Þið kannist líka við það þegar áhöld verða mött í áferð. Mjög líklega er það eitt skýrasta dæmið um að það er áhald sem á ekki að fara í vélina.

Góðir eldhúshnífar

Hnífar eru viðkvæmari en þú heldur. Uppþvottavélin eyðir af hnífablöðunum og því fer betur með þá að vaska þá bara upp. Eins eiga beittir hnífar það til að gera skrámur í aðra eldhúshluti sem eru í vélinni.

Álpottar og pönnur

Uppþvottavélin hreinsar húðina af álpottum og pönnum og álið fer að ryðga.

Viðaráhöld (að minnsta kosti mörg)

Áður en þú setur viðaráhöld í uppþvottavélina, skaltu lesa á umbúðirnar hvort áhaldið þoli uppþvottavél. Í flestum tilfellum er vatnið í vélinni of heitt fyrir þessi áhöld.

Kristalglös

Kristalglös eða handgerð glös og diskar eiga ekki að fara í uppþvottavélina. Það kvarnast upp úr þeim og þú gætir því allt eins tekið áhættuna á því að láta þau detta í gólfið og athuga hvort þau brotni ,,nokkuð.” Þetta er stell sem þú vilt örugglega fara vel með og fyrir utan hættuna á því að það brotni upp úr glösunum, getur heitt vatnið eyðilagt glansinn.

Teflon pottar og pönnur

Eitt af því sem er svo frábært við teflon potta og pönnur er að það festist lítið við þessi áhöld. En þessi eiginleiki hverfur í uppþvottavélinni, því heitt vatnið hreinsar smátt og smátt þennan eiginleika af hlutunum.

Gullhúðað hnífaparasett

Ef þú átt gullhúðað hnífaparasett, þá hefur þú örugglega keypt það vegna þess að það er gyllt. Sá glans er fljótur að dofna, verða mattur og að lokum eyðast í heitu vatninu í uppþvottavélinni.

Góðir steikarhnífar

Fín bitin í góðum steikarhnífum fara illa í uppþvottavélinni. Strangt til tekið er því betra að vaska þessa hnífa upp á gamla mátann. Alla vega ef þú vilt halda gæðunum.

Einnota álform

Ekki aðeins eyðileggjast formin hvort eð er í uppþvottavélinni, heldur geta þau einnig eyðilagt útfrá sér og skilið eftir svartar rendur á öðrum áhöldum þegar formin skoppast í uppþvottavélinni og heitu vatninu.

Einnota plast- eða dósaumbúðir

Einnota plastumbúðir eða dósaumbúðir eru ekki umbúðir til að setja í uppþvottavél. Ef þú vilt eiga þessar umbúðir, er þetta bara spurning um að þvo umbúðirnar upp á gamla mátann.

Stell með gylltu

Kaffi- og matarstell með gylltum röndum er í hættu á að eyðileggjast í uppþvottavélinni. Heita vatn vélarinnar getur smátt og smátt hreinsað gyllinguna af, stundum aðeins að hluta sem þýðir að gyllta stellið þitt er engan veginn jafn fallegt og áður.

Síðan bara að muna góðu reglurnar eins og að láta hnífa vísa niður og loka vélinni ef það eru börn nálægt, þau geta verið ótrúlega snögg og þá gerast slysin!

Heimild: spyr.is