Fara í efni

6 sameiginlegir ávanar sem óhamingjusamt fólk á það til að gera

Hamingjan kemur ekki send til þín fallega innpökkuð. Hún kemur frá þínum eigin framkvæmdum. - Dalai Lama
6 sameiginlegir ávanar sem óhamingjusamt fólk á það til að gera

Hamingjan kemur ekki send til þín fallega innpökkuð. Hún kemur frá þínum eigin framkvæmdum.

- Dalai Lama

 

Þau algengu mistök sem fólk gerir er að leita að hamingjunni hjá öðrum en sjálfum sér. Við höldum að ný föt, góður kærasti, rétta húsið og allt flottasta dótið geri okkur hamingjusöm.

 

En þetta virkar svo sannarlega ekki svona.

Hamingjan kemur að innan og hér eru nokkur atriði sem gera okkur óhamingjusöm.

1. Alltaf að gagnrýna allt og alla

Þú gagnrýnir þig og alla aðra. Afar oft þegar við erum óhamingjusöm þá erum við afar gagnrýnin á aðra svo þeim líði eins og okkur, og það sem verra er við gagnrýnum okkur sjálf einnig. Gerðu þér grein fyrir því að þú og aðrir gera mistök og haltu svo áfram með lífið. Það á að meta það sem aðrir gera og einnig hvað við gerum sjálf.

2. Að vera háður neikvæðum hlutum

Að finna meðalveginn er lykillinn. Það er ágætt að slappa af með bjór og góðum mat í lok dags en ekki láta þessa ánægju verða að ávana sem gæti leitt til frekari fíknar.

3. Að hanga í fortíðinni

Það getur verið afar erfitt að gleyma eða láta af fortíðinni, það er enginn spurning. Í raun ættir þú ekki að gleyma henni. Öll þau mistök sem gerð voru eiga að gera þig sterkari svo þú gerir ekki sömu mistökin aftur og aftur. En það er samt ekki verið að tala um að vera ávallt að velta sér upp úr fortíðinni. Ef þú ert að gera það þá ertu að eyðileggja fyrir þér núið og framtíðina. Látt kyrrt liggja og horfðu fram á veg.

4. Áhyggjur

Áhyggjur eru misnotkun á ímyndunaraflinu og í raun taka þær allan vindinn úr seglinu þínu. Þegar þú ert að hafa áhyggjur af því hvað gæti gerst á morgun þá er oft afar erfitt að takast á við nýjan dag þegar hann byrjar. Hættu að hafa allar þessar áhyggjur. Hugsaðu frekar um öll þau tækifæri sem eru þarna úti fyrir þig.

5. Að láta hræðsluna taka völdin

Hvatning er frábær. Við þurfum öll á henni að halda til að komast frá A til B. En alls ekki láta hræðsluna drífa þig áfram. Leyfðu ástinni að drífa þig áfram. Þegar þú ert drifin áfram af hræðslu þá gerir þú frekar mistök því þú færð ekki út þá jákvæðu útkomu sem þú varst að reyna að ná.

6. Slúður og sífelldar kvartanir

Þegar við erum að slúðra um aðra þá sýnir það hversu óhamingjusöm við erum með okkur sjálf. Og þegar við erum sífellt að kvarta og kveina þá sýnir það þér að þú ert ekki einu sinni að reyna að gera hlutina betri og jákvæðari. Og svo eftir allt slúðrið og kvartið og kveinið þá líður þér bara alls ekkert betur, ekki satt ?

Taktu lífið í eigin hendur og einbeindu þér að jákvæðu hlutunum og þessu jákvæða sem þú finnur innra með þér.

 

Fengið af vefsíðunni higherperspectives.com