Ég þjáist af kvíða og vil að þið sem ég elska vitið þessa 7 hluti
Ég þjáist af kvíða og kannski get ég ekki talað fyrir alla sem þjást af kvíða en eflaust marga.
Ég veit af persónulegri reynslu að það er ekkert auðvelt að nálgast mig stundum, ég loka mig af, vil ekki fara út úr húsi og svara ekki síma eða tölvuskilaboðum. Svara í raun engum, ekki einu sinni dyrabjöllunni.
En það eru hér 7 hlutir sem að mig langar að deila með þér.
1. Þetta hefur ekkert með þig að gera
Það getur verið frekar krefjandi að vera endalaust að velta sér upp úr hinu og þessu og jafnvel haldandi að maður hafi gert eitthvað rangt eða það eigi eitthvað eftir að fara verulega úrskeiðis fljótlega. Stundum langar mig bara að sitja og gráta. Það er fátt sem vekur áhuga minn og ég hef átt það til að snögg reiðast eða hreyta í þig út af engu. Oft getur komið upp sú hugsun að þú elskir mig ekki lengur, þá fer kvíðinn á fullt, þó svo þú hafir ekki gefið mér nein merki um það.
Ég vil að þú vitir að þetta framar öllu: Þetta hefur ekkert að gera með þig. Þetta er ekki þín sök. Ég elska þig og mér þykir svo leitt ef ég hef einhvern tíman gefið annað í skyn. Á sumum stundum þá elska ég ekki minn eigin heila eða vitund og ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við því.
2. Aldrei reyna að tala mig til og plata mig til að gleyma hvernig mér líður
Að reyna að draga úr minni hræðslu og dapurleika getur virst vera góð hugmynd. Og stundum þá er það góð hugmynd. Ég get átt það til að spyrja hvort það sé ekki allt í lagi á milli okkar eða hvort ég þurfi að hafa áhyggjur af sambandinu, ég geri þetta til að reyna að losna við nagandi kvíðatilfinninguna sem situr eins og grjót í maganum á mér og gerir mig stöðugt hrædda um að þú misskiljir mig.
En það er mjög fín lína á milli þess að reyna að hjálpa mér eða reyna að tala mig til. Aldrei segja mér að mínar áhyggjur séu ekki til staðar eða að ég komist yfir þær ef ég hætti bara að hugsa um þær.
Það eina sem þú gerir er að láta mér líða eins og ég sé brotin – að það sé eitthvað að mér og þú sem ég elska reynir ekki einu sinni að skilja mig.
3. Hluti af mér veit að þessi hræðsla og kvíði er ekki rökréttur, en ég get ekki hrist af mér þann hluta sem heldur að þetta sé rökrétt
Já ég veit , þetta sem ég sagði og var viss um að væri vandræðalegt var það alls ekki og flestum fannst ekkert mikið til um það og það er enginn að tala um það í dag. Einnig þeir sem heyrðu það sem ég sagði eru ekki að tala um það í dag, eða ég hafi sagt eitthvað svo heimskulegt og það upphátt. Það er enginn að spá í þessu nema ég.
En, það er hin hliðin á mér …. Hliðin þar sem kvíðinn býr. Það á of margt heima þar…..þar liggur efinn og sá hluti sem er viss um að allir séu að tala um mig …þetta er hlutinn sem segir mér „hvað ef allar mínar áhyggur eru á rökum studdar?“
4. Ég er svo þakklát fyrir allt sem ég hef – og fyrir þig
Mjög oft er ég og þeir sem þjást af kvíða flokkuð sem svartsýn. Og í raun er það alveg skiljanlegt. T.d ég er mjög góð í að gera úlfalda úr mýflugu .. og þá er ég að skilgreina þetta létt.
En ég er ekki alltaf svona. Mjög oft er ég afar bjartsýn inn á milli kvíðakasta. Ég elska líf mitt og ég er þakklát fyrir allt sem ég hef og ég er sérstaklega þakklát fyrir þig sem elskar mig eins og ég er.
5. Ég veit að þú getur oft ekki séð hlutina frá mínu sjónarhorni en ég er þakklát fyrir að þú reynir
Ég sem þjáist af kvíða veit að þú skilur mig ekki alltaf. Og ég veit að stundum hljóma ég eins og geðsjúklingur. Og það er auðvitað mjög erfitt fyrir þig að þurfa stundum að kasta öllu frá þér bara til að koma og róa mig niður.
En í hvert sinn sem þú svarar mínum skilaboðum sem eru send sökum kvíða og hræðslu og þú svarar á þann hátt að reyna að sannfæra mig um að allt sé í lagi, og ég fæ bara yndisleg viðbrögð frá þér, þá er ég þakklát.
6. Ég vildi óska að ég gæti slökkt á þessum kvíða, en ég get það ekki
Þó svo margir haldi að ég sé bara svona og þetta sé ástandið sem ég er ánægð með þá er það alls ekki þannig. Ég vil ekki sífellt vera að einblína á það sem gæti farið úrskeiðis. Ég vil ekki sífellt vera að einblína á eitthvað neikvætt eða draga sjálfa mig niður. Ég vil ekki sífellt vera að finna að öllu og halda að allir séu að tala um mig.
Ég er ekki að reyna að sækjast eftir athygli!
7. Það er ekki þetta sem lýsir hver ég er
Já, ég er með kvíða og það er hluti af mínu lífi. En svo eru einnig mínar ástríður, kækir, minn persónuleiki og margt fleira.
Kvíðinn er bara einn hluti af mér.
Ég hlæ ennþá, ég fer út að ganga bara til að finna vindinn í hárinu, ég kann að meta góðan mat og ég elska að liggja í sólbaði.
Málið er, ég elska þig sem elskar mig, og ég mun alltaf gera það.
Fyrirgefðu hvað ég er stundum erfið.