Fara í efni

MORGUNVERÐUR - Morgunkorn á holla mátan með quinoa og eplum

Dásamlegur próteinpakkaður morgunverður hér á ferð. Gott að blanda rúsínum saman við hann eða perum, hnetum og þurrkuðum berjum.
MORGUNVERÐUR - Morgunkorn á holla mátan með quinoa og eplum

Dásamlegur próteinpakkaður morgunverður hér á ferð. Gott að blanda rúsínum saman við hann eða perum, hnetum og þurrkuðum berjum.

Undirbúningstími eru um 10 mínútur, eldunartíminn eru um 25 mínútur og uppskrift er fyrir 6.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

1 bolli af óelduðu quinoa

Olía að eigin vali

1 msk af söltuðu smjöri – skipt í helminga

2 meðal stór epli – skorin í bita eða sneiðar

2 bollar af vatni – köldu

½ tsk af kanil

3 msk af púðursykri eða öðru sætuefni – má sleppa

¼ bolli af undanrennu eða mjólk að eigin vali

Leiðbeiningar:

Leggið quinoa í bleyti í vatn í um 5 mínútur.

Á meðan þú bíður eftir quinóanu, skelltu olíu á stóra pönnu og stilltu á meðal hita. Þegar pannan er orðin heit þá skaltu bræða ½ tsk af smjöri og bíða þar til það sýður.

Settu eplin á pönnuna og eldaðu, snúðu þeim öðru hvoru við, þau eru tilbúin þegar þau eru karmelulituð og mjúk, tekur um 5-10 mínútur. Taktu epli af pönnu og settu til hliðar.

Hreinsið og hellið vatni af quinoa. Bætið quinoa og 2 bollum af köldu vatni á meðal stóra pönnu og látið suðuna koma upp, sjóðið í 1 mínútur. Lækkið hitann niður á lægstu stillingu og láttu quinoa sjóða í 10 mínútur.

Þegar quinoa er eldað þá er eins og það birtist lítið „skott“ á hvert korn. Takið af hita og losið um kornin með gaffli.

Bætið ½ tsk af smjöri, kanil, púðursykur og mjólk og hrærið vel og blandið eplum saman við.

Skreytið með kanil ef það er þinn smekkur.

Njótið vel!