Vísindin segja: Því meira kaffi sem þú drekkur, því lengur lifir þú
Kaffi er einn hollasti drykkur Jarðar.
Kaffi er meira en bara koffín í dökku vatni … Kaffi inniheldur hundruðir mismunandi efnasambanda, sem sum hver hafa mikilvæg áhrif á heilsu.
Nokkrar yfirgripsmiklar rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem drekka kaffi lifa lengur og eru í minni áhættu gagnvart sjúkdómum eins og Alzheimer og sykursýki 2.
Kaffi er ein helsta uppspretta andoxunarefna
Þegar heitt vatn rennur í gegnum kaffi þá blandast efnin úr kaffibaununum við vatnið og verða hluti af drykknum.
Sum þessara efna eru vel þekkt, þar á meðal koffín, en það eru líka hundruðirannarra efnasambanda þarna og mörg þeirra eiga vísindin enn eftir að bera kennsl á.
Mörg þessara efnasambanda eru andoxunarefni sem vernda líkama okkar fyrir oxun, en oxun felur í sindurefni sem skaða sameindir í líkamanum.
Án þess að fara út í flóknar skýringar þá er oxun talin vera ein af ástæðunum fyrir öldrun og algengum sjúkdómum eins og krabbameini og hjartasjúkdómum.
Kaffi, hvort sem þið trúið því eða ekki, er stærsta uppspretta andoxunarefna í vestrænu mataræði, stærri en bæði ávextir og grænmeti … til samans (1, 2, 3).
Þegar þú færð þér bolla af kaffi, þá ertu ekki bara að fá þér koffín, heldur líka gommu af öðrum gagnlegum efnasamböndum, þar á meðal öflug andoxunarefni.
Nokkrar, stórar rannsóknir sýna að þeir sem drekka kaffi lifa lengur en þeir sem gera það ekki
Það eru nokkrar rannsóknir sem sýna fram á að þeir sem drekka kaffi eru í minni hættu á að deyja úr ýmsum alvarlegum sjúkdómum.
Byltingarkennd rannsókn, sú stærsta sinnar gerðar, var birt í New England Journal of Medicine árið 2012:
Freedman ND, et al. Association of coffee drinking with total and cause-specific mortality. New England Journal of Medicine, 2012.
Í þessari rannsókn voru 402.260 einstaklingar milli 50 og 71 árs spurðir um kaffineyslu sína.
Niðurstöðurnar voru nokkuð merkilegar … eftir að hafa fylgst með fólkinu yfir 12-13 ára tímabil, kom í ljós að þeir sem drukku mest kaffi voru marktækt ólíklegri til að hafa dáið.
Eins og þú sérð á línuritinu þá kom í ljós að því meira kaffi sem menn drukku, því minni var hættan á dauða.
Best virðist vera að drekka 4-5 bolla á dag, þar voru menn í 12% minni hættu og konur í 16% minni hættu. Að drekka 6 eða fleiri bolla á dag fól ekki í sér neinn viðbótar ávinning.
Hins vegar, var jafnvel hófleg neysla á kaffi (1 bolli á dag) tengd við 5-6% minni hættu á dauða, sem sýnir að jafnvel lítið af kaffi er nóg til að hafa áhrif.
Þótt þessar tölur virðist smáar … í ljósi þess hve ótrúlega útbreidd kaffidrykkja raunverulega er, þá gæti þetta haft áhrif á milljónir manna.
Þegar þeir rýndu nánar á dánarorsakir, fundu þeir út að kaffidrykkjufólk var ólíklegra til að deyja úr sýkingum, meiðslum og slysum, öndunarfærasjúkdómum, sykursýki, heilablóðfalli og hjartasjúkdómum.
Ávinninginn virðist ekki mega rekja til koffínsins, því bæði koffínlaust og venjulegt kaffi hafði sömu áhrif.
Að sjálfsögðu er þetta svokölluð faraldsfræðileg rannsókn sem getur ekki sannað að það var kaffið sem olli áhrifunum. En hún gefur okkur allavega sterka vísbendingu um það að kaffi sé alls ekki skaðlegt, eins og hefur oft verið fullyrt.
Margar aðrar rannsóknir hafa leitt til svipaðrar niðurstöðu
Áhrif kaffis á heilsu hafa í raun verið rannsökuð ítarlega á undanförnum áratugum.
Að minnsta kosti tvær aðrar rannsóknir hafa sýnt að kaffidrykkjufólk er í minni hættu á ótímabærum dauða (4, 5).
Ef við lítum á tiltekna sjúkdóma, þá eru kaffineytendur í mun minni hættu á að fá Alzheimer, Parkinsons, sykursýki 2 og lifrarsjúkdóma … svo eitthvað sé nefnt (6, 7, 8,9).
Það eru líka til rannsóknir frá Harvard sem sýna að kaffi gerir þig hamingjusamari , dregur úr hættu á þunglyndi um 20% og hættu á sjálfsvígum um 53% (10, 11).
Svo … ekki aðeins bætir kaffið árum við lífið, heldur getur það líka bætt lífi við árin.
Kaffi er súper hollt
Þrátt fyrir að hafa verið fordæmt í fortíðinni, þá er kaffi einn af hollustu drykkjum Jarðar. Punktur.
Af vef betrinaering.is