Frá 1. janúar 2016 verða tannlækningar 3 ára barna og barna á aldrinum 6–17 ára greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands, að frátöldu 2.500 kr. árlegu komugjaldi.
Frá 1. janúar 2016 verða tannlækningar 3 ára barna og barna á aldrinum 6–17 ára greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands, að frátöldu 2.500 kr. árlegu komugjaldi.
Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga er háð því að börnin séu skráð hjá heimilistannlækni og því eru foreldrar hvattir til að skrá barn/börn í Réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands á www.sjukra.is. Tannlæknar geta einnig séð um skráninguna, sé þess óskað.
Mælt er með að skrá barn hjá heimilistannlækni þegar það nær eins árs aldri.
Tannlækningar eru nú gjaldfrjálsar fyrir eftirfarandi hópa:
- 3 ára börn, þ.e. frá 3 ára afmælisdegi að 4 ára afmælisdegi.
- Börn á aldrinum 6 til og með 17 ára.
- Börn í bráðavanda sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður.
Tilvísun þarf að berast tannlækni frá heilsugæslu, barnaverndar- eða félagsmálayfirvöldum og skilyrði er að Sjúkratryggingar Íslands hafi samþykkt umsókn frá tannlækni á grundvelli tilvísunar.
Gjaldfrjáls tannlæknaþjónusta barna verður innleidd í áföngum og þann 1. janúar 2018 verða tannlækningar allra barna yngri en 18 ára greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands, að frátöldu 2500 kr. árlegu komugjaldi. Sjá nánar töflu í auglýsingu (PDF).
Hólmfríður Guðmundsdóttir
tannlæknir
Af vef landlaeknir.is