Stjórnvöld eru hvött til að leggja meiri áherslu á að efla hamingju og vellíðan í samfélaginu og að þessi atriði séu höfð til hliðsjónar við allar ákvarðanir stjórnvalda.
Í tengslum við Alþjóðlega hamingjudaginn tekur Embætti landlæknis þátt í viðburði undir heitinu Að yrkja hamingju sem haldinn verður í Hannesarholti, Grundarstíg 10 í Reykjavík kl. 16 á sunnudag.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, skáld, þýðandi, tónlistarmaður og útgefandi og eftir hann liggja ljóðabækur, bækur fyrir börn og fullorðna og ljóðaþýðingar á verkum margra helstu skálda samtímans. Síðasta ljóðabók hans með eigin ljóðum heitir Sjálfsmyndir og er frá árinu 2012.
Bhikshuni Weisbrot er skáld, ritstjóri og formaður rithöfundasambands Sameinuðu þjóðanna (United Nations SRC Society of Writers) og verður sérlegur gestur á þessum hátíðardegi. Weisbrot ásamt Elizabeth Lara og Darrel Alejandro Holnes ritstýrðu safni samtímaljóða undir heitinu Happiness: The Delight-Tree sem gefið var út á Alþjóðadegi hamingjunnar árið 2015 og mun hún lesa ljóð úr bókinni ásamt eigin ljóðum.
Gunnar Hersveinn er þekktur fyrir nálgun sína á málefnum líðandi stundar og hvernig við ræktum okkar innri mann.
Sigrún Daníelsdóttir er klínískur sálfræðingur og verkefnisstjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis.
Reykjavik Centre Music Group er tónlistarhópur sem hefur sérhæft sig í tónlist Sri Chinmoy og hefur haldið fjölda tónleika og spilað undir m.a. í hugleiðslustundum og á viðburðum á vegum Sri Chinmoy miðstöðvarinnar hér á landi.
Erindi verða flutt bæði á íslensku og ensku. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!
Sigrún Daníelsdóttir
verkefnisstjóri geðræktar