Fara í efni

Anita sigraði í Amsterdam

ÍR tekur um helgina þátt í Evrópumóti félagsliða í frjálsum en keppni í B-riðli fer fram í Amsterdam og hófst í morgun.
Aníta sigraði í Amsterdam
Aníta sigraði í Amsterdam

ÍR tek­ur um helg­ina þátt í Evr­ópu­móti fé­lagsliða í frjáls­um en keppni í B-riðli fer fram í Amster­dam og hófst í morg­un.

Nokkr­um grein­um er þegar lokið og hafa ÍR-ing­ar staðið sig með ágæt­um og eru kon­urn­ar í öðru sæti í stiga­gjöf­inni eft­ir sjö keppn­is­grein­ar en karl­arn­ir í sjötta sæti af tíu eft­ir sjö grein­ar.

Anít Hinriks­dótt­ir er sú eina úr ÍR sem hef­ur sigrað til þessa, en hún kom fyrst í mark í 800 metra hlaupi á 2.03,68 og fékk 10 stig fyr­ir það.

Hilm­ar Örn Jóns­son krækti í 9 stig með því að verða ann­ar í sleggjukasti með 66,33 metra kast og Krist­ín Birna Ólafs­dótt­ir fékk 9 stig fyr­ir annað sætið í 400 metra grinda­hlaupi sem hún hljóp á 1.00,94.

Ein­ar Daði Lárus­son varð þriðji í há­stökki er hann vippaði sér yfir tvo metr­ana og fékk átta stig fyr­ir það líkt og Hrafn­hild­ur Eir Hermóðsdótt­ir sem varð þriðja í 200 metra hal­upi.

Fríða Rún Þórðardóttir næringafræðingurinn okkar hér á Heilsutorgi varð í 5. sæti í 3000 metra hlaupi.

Sendu okkur mynd á Instagram #heilsutorg