Fara í efni

Árangursrík samskipti – Ör-námskeið

Á námskeiðinu verður farið í helstu atriði góðra samskipta, sýndar árangursríkar leiðir til að gera þau einfaldari, innihaldsríkari og skemmtilegri. Hér er um að ræða stutt og skemmtilegt námskeið fyrir alla sem vilja efla sjálfsskoðun, öðlast meiri sjálfsþekkingu um hvernig við komum fram við aðra og hvernig við getum bætt líf okkar með betri samskiptahæfni.
Leiðbeinendurnir Teddi og Linda
Leiðbeinendurnir Teddi og Linda

Námskeiðslýsing

Á námskeiðinu verður farið í helstu atriði góðra samskipta, sýndar árangursríkar leiðir til að gera þau einfaldari, innihaldsríkari og skemmtilegri. Hér er um að ræða stutt og skemmtilegt námskeið fyrir alla sem vilja efla sjálfsskoðun, öðlast meiri sjálfsþekkingu um hvernig  við komum fram við aðra og hvernig við getum bætt líf okkar með betri samskiptahæfni.

Samskipti eru lífæð alls sem við gerum þar sem við erum í stöðugum samskiptum allan daginn. Flest öll vandamál sem upp koma á milli tveggja eða fleiri einstaklinga má rekja til þess að A segir eitthvað og B heyrir eitthvað allt annað.

Þessu má auðveldlega breyta með því að læra grundvallaratriði sem snýr að heilbrigðum samskiptum. Á þessu námskeiði munu Theodor Francis Birgisson (samskipta- og sambandsráðgjafi) og Linda Baldvinsdóttir (markþjálfi) leiða þátttakendur inn í listina að eiga heilbrigð samskipti.

Fyrir hverja?

Námskeiðið hentar öllum sem vilja bæta samskipti sín við maka, fjölskyldu, vini eða vinnufélaga. Láttu ekki happ úr hendi sleppa – skráðu þig núna.

Námskeiðið verður haldið í Lausninni Síðumúla 13, miðvikudaginn 30. apríl frá kl.18.00 – 21.00

Verð fyrir námskeiðið er 5.500 kr.

Skráning HÉRNA

Leiðbeinendur eru Linda Baldvinsdóttir markþjálfi og Theodór Birgisson fjölskyldu og samskiptaráðgjafi

Lausnin.is