Fara í efni

Arnheiður Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og aðjúkt við Háskóla Íslands.

Arnheiður er fædd árið 1962 og stundaði framhaldsnám sitt á listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Hélt þá til Oxford í Bretlandi en eftir 6 mánaða nám þar snéri hún heim til Íslands og hóf nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.
Arnheiður Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur
Arnheiður Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur

Arnheiður er fædd árið 1962 og stundaði framhaldsnám sitt á listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Hélt þá til Oxford í Bretlandi en eftir 6 mánaða nám þar snéri hún heim til Íslands og hóf nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.

Hún hóf starfsferil sinn sem slíkur í ungbarnavernd heilsugæslunnar Sólvangi í Hafnarfirði. Hún bætti við sig menntun á sviði brjóstagjafar, árið 2008 lauk hún síðan námi í lýðheilsufræðum og árið 2011 lauk hún prófi M.ed. nám frá Háskólanum í Reykjavík. Lauk nýlega námi til kennsluréttinda fyrir háskólakennara við kennslumiðstöð Háskóla Íslands.

Hún er gift Ívari Magnússyni tæknifræðingi og saman eiga þau tvö börn og fjölda barnabarna.

Arnheiður hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur og í tengslum við brjóstagjöf í rúm 26 ár. Starfar í dag hjá Ýmus ehf. og Medus ehf. við þjónustu og fræðslu til sjúkrahúsa, mjaltavélaleiga og apóteka með allt er snýr að brjóstagjafahjálpartækjum. Samhliða því er hún aðjúnkt við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og kennir á námskeiðunum „Barneignir og fjölskyldan“ og „Umönnun sængurkvenna og nýbura“. Einnig hannaði hún og kennir brjóstagjafanámskeið á Þróunarstofu Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.

Brjóstagjöf hefur verið Arnheiði mikið hjartans mál í gegnum tíðina en brjóstagjöf kynnist hún fyrst við störf sín á sængurkvennadeild Landspítalans. Síðar á ævinni gegnum eigin reynslu sem móðir en hún naut einnig leiðsagnar og stuðnings Rannveigar Sigurbjörnsdóttur hjúkrunarfræðings sem var hennar leiðbeinandi og fyrirmynd. Arnheiður hefur síðan þá stýrt sjálfshjálparhópum fyrir mjólkandi mæður að fyrirmynd alþjóða brjóstagjafasambandsins La Leche League International og er útskrifaður brjóstagjafaleiðbeinandi (LLL-leader) frá þeim árið1993. Hún hefur verið tengiliður Alþjóðasamtaka mjólkurbanka frá 2006 og í ritstjórn Mjólkurpóstsins sem var fræðslurit um brjóstagjöf gefið út af áhugafélaginu Barnamál þar sem hún er nú heiðursfélagi. Þekkingu sinni á brjóstagjöf hefur hún miðlað á fræðslusíðunni www.brjostagjöf.is frá árnu 2009. Hún hefur ritað fjölda greina en safn þeirra má meðal annars finna á www.kvennaslodir.is

Rannsóknir sem Arnheiður hefur unnið að eru: Könnun á líðan reykvískra kvenna á síðari hluta tíðahrings (1987),  Reynsla mæðra af brjóstagjöf fyrirbura (2008) og Stuðningur við hjúkrunarfræðinema í klínískunámi á sængurkvennadeildum (2013). Minni kannanir sem ég hef kynnt: Renting a Breastpump (2013) og Seminar on Breastfeeding (2013).

Við bjóðum Arnheiði velkomna í hópinn með von um gott og gjöfult samstarf.