Gunnar Karl Gíslason veitingamaður á Dill Restaurant mun halda erindi um hvert ný norræn matargerð stefnir frá sjónarhóli kokksins. Gunnar gaf nýlega út matreiðslubókina North ásamt bandaríska rithöfundinum Jody Eddy. Þema bókarinnar er hin nýja norræna matargerð eins og hún birtist á Íslandi en Dill hefur einmitt verið einn fremsti boðberi þeirrar stefnu hér á landi.
Fólk í matvælaframleiðslu og aðrir sem áhuga hafa á þessu efni eru hvattir til að skrá þátttöku sína sem fyrst. Nánari lýsing, skráning og dagskrá er á vefsíðu Nofima.
Skynmat og skynmatsrannsóknir hafa lengi verið mikilvæg sérsvið á Matís og hefur áherslan í vaxandi mæli beinst að neytendarannsóknum. Matís hefur tekið þátt í mörgum innlendum og erlendum rannsóknarverkefnum á þessu sviði og er þátttakandi í evrópskum samtökum European Sensory Network (ESN) sem fjalla um skynmat og neytendarannsóknir.
Nánari upplýsingar veitir Emilía Martinsdóttir hjá Matís.
Heimildir: matis.is