Bæklingur um fæðuofnæmi
Endurgerð hins vinsæla bæklings um fæðuofnæmi hefur litið dagsins ljós. Bæklingurinn er samvinnuverkefni Astma og Ofnæmisfélags Íslands og Glaxo Smith Kline. Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, barnalæknir og sérfræðingur í ofnæmis- og ónæmissjúkdómum á Landspítalanum og Kolbrún Einarsdóttir næringarráðgjafi á Landspítalanum eru höfundar bæklingsins en nutu aðstoðar Björns Árdals barnalæknis og sérfræðings í ofnæmis- og ónæmissjúkdómum og Fríðu Rúnar Þórðardóttur næringarráðgjafa og næringarfræðings á Landspítalanum.
Bæklingnum verður dreift á heilsugæslustöðvar og á læknastofur í gegnum Distica sem er dreifingarfyrirtæki Glaxo Smith Kline auk þess sem allir sem kaupa uppskriftabókina Kræsingar sem Astma- og ofnæmisfélag Íslands gefur út í samvinnu við OPNU bókaútgáfu fá bæklinginn í kaupbæti.
Bæklinginn má einnig nálgast á skrifstofu Astma- og Ofnæmisfélags Íslands í Síðumúla 6
eða með því að senda póst á ao@ao.is