Fækkað hefur í hópi þeirra einstaklinga sem bíður lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð á augasteini. Fjöldi einstaklinga sem bíður eftir gerviliðaaðgerð stendur í stað frá því í júní 2016.
Því miður hefur einstaklingum sem bíða lengur en 90 daga eftir hjarta- og/eða kransæðamyndatöku fjölgað talsvert síðan í júní sl. Helstu ástæður þess eru sumarleyfi, ónóg mönnun hjúkrunarfræðinga, skortur á legurýmum á Landspítala, aukning á flóknari og tímafrekari aðgerðum svo og mikill fjöldi bráðasjúklinga haustið 2016.
Lesa nánar:
Leifur Bárðarson
sviðsstjóri, sviði eftirlits og gæða
Védís Helga Eiríksdóttir
verkefnisstjóri, heilbrigðisupplýsingasviði
Af vef landlaeknir.is