Fara í efni

Bleika slaufan, átaksverkefni Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum í konum, er tileinkað brjóstakrabbameini í ár

Kaupum bleiku slaufuna og styrkjum krabbameinsfélagið.
Bleika slaufan, átaksverkefni Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum í konum, er tileinkað brjóstakr…

Lovísa Halldórsdóttir og Unnur Eir Björnsdóttur gullsmiðir hanna Bleiku slaufuna í ár og lýsa henni svona: “Bleika slaufan táknar stuðningsnetið sem mikilvægast er þeim konum sem greinast með krabbamein - fjölskyldan og samfélagið".

Í Bleiku slaufunni í ár verður öllu söfnunarfé varið óskertu til endurnýjunar tækjabúnaðar til skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini. Ávinningur af endurnýjuðum tækjabúnaði er margþættur og má þar nefna minni geislun og minni óþægindi við myndatökur, aukið öryggi við greiningar og hagræði vegna lægri bilanatíðni tækja.

Þrátt fyrir að brjóstakrabbamein sé almennt kvennasjúkdómur þá snertir hann okkur öll og allir þekkja konur sem eru þeim kærar. Þá er mamma okkar yfirleitt nærtækt dæmi því að öll eigum við jú, eða höfum átt, mömmu. Herferðin í ár snýr að því að sýna mömmum þakklæti fyrir allt sem þær hafa gert fyrir okkur og að styðja þær, og allar konur, í baráttunni við brjóstakrabbamein. #fyrirmömmu #bleikaslaufan

Bleika slaufan kostar 2.000 kr. en Lovísa og Unnur Eir hafa einnig sérsmíðað 200 stk. silfurhálsmen sem kosta kr. 12.500 sem fást m.a HÉR og á sölustöðum um allt land. 

 

Ekki má gleyma fræðslumyndböndunum sem við létum gera fyrir okkur í ár (grafískt myndband plús að láta lesa yfir norsk brjóstaþreifingarmyndband á íslensku. Kíktu á þau HÉR

Og HÉR má finna ítarlegri texta um átakið. Og endilega skoðið heimasíðu bleiku slaufunnar www.bleikaslaufan.is