Fara í efni

Bleikur október

Í október á hverju ári fer fram söfnun til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Bleika slaufan er merki þessarar söfnunar og er seld út um allt land í verslunum, apótekum, bensínstöðvum og meira að segja í leigubílum sem bera bleikt ljós á toppnum einnig til að sýna sinn stuðning við bleikan október.
Bleika slaufan
Bleika slaufan

Í október á hverju ári fer fram söfnun til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Bleika slaufan er merki þessarar söfnunar og er seld út um allt land í verslunum, apótekum, bensínstöðvum og meira að segja í leigubílum sem bera bleikt ljós á toppnum einnig til að sýna sinn stuðning við bleikan október.

 En hver eru einkenni og hvernig er best að greina brjóstakrabbamein?

 Hafir þú eða einhver sem þér er kær greinst með brjóstakrabbamein, er mikilvægt að skilja ákveðin grunnatriði: Hvað er brjóstakrabbamein og hvernig myndast það?  Ekki er síður mikilvægt að finna leiðir til Að takast á við óttann við brjóstakrabbamein, hvort heldur það er ótti við að greinast, að meinið taki sig upp eða annað sem kann að trufla sálarró þína í sambandi við brjóstakrabbamein.

Örstutt um einkenni brjóstakrabbameins

Ekki er víst að einkenna verði vart í byrjun. Hnútur kann að vera of smár til að þreifast eða valda svo miklum breytingum að þú takir eftir því. Oft finnst hann þá fyrst að farið er í brjóstamyndatöku sem síðan leiðir af sér frekari rannsóknir. Í sumum tilfellum er það þó þannig að fyrstu merkin um brjóstakrabbamein er hnúður eða þykkildi í brjóstinu sem þú finnur við þreifingu eða læknir þinn og hefur ekki fundist áður. Líklegt er að hnútur sem er harður viðkomu og verkjalaus, með óreglulegum útlínum, sé krabbamein. Þó kemur fyrir að æxli er mjúkt, aumt viðkomu og með reglulegum útlínum. Því er mikilvægt að láta rannsaka allt sem þú verður vör við í brjóstinu og þú kannast ekki við. Helstu breytingar í brjósti sem geta bent til krabbameins eru þær að:

  • Brjóstið bólgnar allt eða hluti þess.
  • Erting í húðinni og dæld/ir.
  • Verkur í brjóstinu.
  • Verkur í geirvörtu eða geirvartan snýr inn á við.
  • Roði, flögnun eða þétting geirvörtu eða brjósthúðar.
  • Útferð úr geirvörtu önnur en brjóstamjólk.
  • Hnúður í handarkrika (bólginn eitill eða eitlar).

Ofangreind einkenni geta verið merki um annað og meinlausara en krabbamein, t.d. sýkingu eða vökvablöðrur. Áríðandi er að láta lækni skoða allar breytingar án tafar.

Brjóstakrabbamein karla

Brjóstakrabbamein karla er afar sjaldgæfur sjúkdómur. Innan við 1% alls brjóstakrabbameins finnst hjá karlmönnum. Árið 2005 greindust 211.400 konur í Bandaríkjunum með brjóstakrabbamein en 1.690 karlar.

Konur á Íslandi eru hvattar til að fara í brjóstaskoðun og myndatöku í fyrsta sinn um fertugs aldurinn. Það er mikilvægt fyrir konur á öllum aldri að skoða og þreifa á sér brjóstin reglulega. Því fyrr sem mein finnst, þeim mun betri líkur eru á að viðkomandi nái sér að fullu.

Þessar upplýsingar og ýtarlegri umfjöllun um brjóstakrabbamein má lesa HÉR