Fara í efni

Þetta er ástæðan fyrir því að öll börn ættu að vera bólusett

Þessi litla dama er 5 vikna og heitir Brielle. Hún er mikið veik af kíghósta.
Brielle litla er ekki nema 5 vikna
Brielle litla er ekki nema 5 vikna

Þessi litla dama er 5 vikna og heitir Brielle. Hún er mikið veik af kíghósta.

Hún smitaðist af barni sem er óbólusett.

Litla Brielle er búin að vera í 3. daga á spítala og sitja áhyggjufullir foreldrar yfir henni dag og nótt og halda í höndina á henni. Í hvert sinn sem hún hóstar hættir hún að anda, verður blá og alveg máttlaus.

Kíghósta fylgir mikið slím og er öndunarvegur Brielle of þröngur ennþá og nær hún því ekki að hósta upp slíminu. Foreldrar Brielle telja að næstu tvær vikur muni hún þurfa hjálp við að losa slímið úr hálsinum.

Brielle er of ung fyrir bólusetningu gegn kíghósta en þeir foreldrar sem kjósa ekki að bólusetja börn sín orsakar það að ungabörn eins og Brielle smitast af kíghósta og er ónæmiskerfið hjá henni í mikilli hættu.

Foreldrar Brielle segja að ef þau hefðu ekki farið með hana á spítalann þegar þau gerðu þá hefði hún verið í mikilli hættu á að deyja.

Það er mikilvægt að láta bólusetja börnin því annars er þetta raunveruleikinn. Foreldrar Brielle vilja að fólk viti þetta og taki mark á því að bólusetningar eru mikilvægar.

Ef þú sem foreldri ert að hugsa um að láta ekki bólusetja barnið þitt, hugsaðu þá fyrst um þá sem verið er að leggja í hættu, og þá sérstaklega ungabörn sem ekki má bólusetja við sjúdómi eins og kíghósta því þau eru of ung.

Foreldrar Brielle vona að þeirra saga fái aðra foreldra til að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ákveði að sleppa bólusetningum alfarið. 

Þetta er spurning um að bjarga lífum.