Ef fólk er að ferðast til svæða þar sem mislingar hafa verið að greinast er í góðu lagi að bólusetja börn fyrr en við 18 mánaða aldur. Ef barn hins vegar er bólusett á fyrsta aldursári þá þarf að endurbólusetja við 18 mánaða aldur. Ekki er ástæða til að bólusetja börn fyrr sem eru að fara til svæða þar sem mislingar hafa ekki verið að greinast.
Almennar bólusetningar gegn mislingum hófust hér 1976 við tveggja ára aldur en síðasti stóri faraldur mislinga gekk hér á árunum 1976 – 1978. Því má líta svo á að þorri Íslendinga sem fæddur er fyrir 1970 hafi fengið mislinga og þurfi því ekki bólusetningu jafnvel þó þeir séu að ferðast til svæða þar sem mislingar hafa verið að greinast.
Engin áform eru uppi á þessari stundu um að vara við ferðalögum til svæða þar sem mislingar hafa verið að greinast.
Sóttvarnalæknir
Tengt efni: