Hér má finna meira en eitt hundrað uppskriftir, bragðgóð brauð og kökur og eftirrétti sem bráðna á tungu, holla millibita og stórkostlega veislurétti og allt þar á milli.
Þetta er í raun fjórar bækur í einni því hverri uppskrift fylgja þrjú afbrigði sem eiga við helstu ofnæmisvaldana; egg, mjólkurvörur, hnetur og glúten. Þá eru víða fleiri afbrigði, t.d. án soja eða skelfisks. Uppskriftirnar eru upplagðar fyrir alla sem vilja nota ferskt, næringarríkt og lítið unnið hráefni.
KRÆSINGAR – án ofnæmisvalda er ekki bók um sérfæði heldur alhliða uppskriftir að girnilegum mat sem allir geta eldað og notið. Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur og næringarráðgjafi á Landspítalanum þýddi bókina að tilstuðlan Astma- og ofnæmisfélagsins.
Kræsingar – án ofnæmisvalda geymir meira en eitt hundrað alhliða uppskriftir, bragðgóð brauð og kökur og eftirrétti sem bráðna á tungu, holla millibita, stórkostlega veislurétti og allt þar á milli. Hverri uppskrift fylgja þrjú afbrigði sem eiga við helstu ofnæmisvaldana; egg, mjólkurvörur, hnetur og glúten. Þetta er ekki bók um sérfæði heldur alhliða uppskriftir að girnilegum mat sem allir geta eldað og notið, líka þeir sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir einstökum matartegundum. Fróðlegur inngangur fylgir um fæðuofnæmi þar sem höfundur bókarinnar lýsir eigin reynslu og viðbrögðum þegar sonur hennar greindist með ofnæmi. Hún gefur góð ráð sem öll miða að því að auka vellíðan ofnæmisþolans og sameina alla fjölskylduna yfir góðri máltíð, heima og heiman.
Frábær bók sem fær 5 stjörnur.