Íslensk erfðagreining í samstarfi við SÁÁ mun standa fyrir opnum fræðslufundi um erfðir fíknar mánudaginn 9. mars frá kl. 17:00 til 18:30 í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), Sturlugötu 8.
Þeir sem flytja erindi eru Þórarinn Tyrfingsson, læknir hjá SÁÁ, Þorgeir Þorgeirsson, erfðafræðingur hjá Íslenskri Erfðagreiningu og Kári Stefánsson, læknir og erfðafræðingur hjá Íslenskri Erfðagreiningu. Það er ókeypis inn og vonast er eftir að sem flestir láti sjá sig til að hlýða sérfræðinga fjalla um þetta mikilvæga málefni. Boðið verður upp á kaffiveitingar frá 16:30.
Hægt er að lesa sér til um málefni er snúa að fínk og fíknsjúkdómum "HÉR"