Einstakt námskeið fyrir þá sem vilja rýna í eigin kjarna, átta sig betur á eigin tilfinningum, æfa sig í að setja mörk, bæta samskiptatækni sína, styrkja sjálfstraust sitt og sjálfsmat. Þátttakendur á námskeiðinu þurfa að hafa setið námskeiðið ,,Vertu þinn besti vinur‘‘ og munu njóta fræðslu, verkefna og hópavinnu. Miðað verður að því að skoða hvað hver og einn er að fást við í sinni meðvirkni. Aðeins er pláss fyrir 8 þátttakendur á námskeiðinu til að njóta fræðslu, verkefna og hópavinnu.
„Ég er minn besti vinur“ er framhaldsnámskeið af námskeiðinu „Vertu þinn besti vinur.“ Námskeiðið verður haldið dagana 16. maí kl.16.30-20.30 og 17. maí kl.11-15. Verð kr.15.000,-