Í dag kennir Amy á píanó og einnig kennir hún söng.
Ég er barn sjöunda áratugarins og voru mínir foreldrar heilsufríkur. Ég var aldrei bólusett. Ég var alin upp á afar hollum mat, enginn sykur, ég var á brjósti í heilt ár og við borðuðum bara lífrænt ræktað grænmeti úr okkar eigin garði, drukkum "raw" mjólk, ekkert MSG, engin aukaefni og ekkert Aspartame.
Mamma notaði hómópata lækningar ásamt aróma meðferðum, við tókum C-vítamín, Sólhatt og þorska lýsi.
Ég lék mér mikið úti við enda ólst ég upp við hliðina á bóndabæ, ég labbaði allt sem ég fór, stundaði íþróttir og drakk mikið af vatni. Ég fékk aldrei gosdrykki og ef ég fékk djús þá var hann þynntur út með vatni til að vernda tennurnar. Mig langað alltaf ofsalega mikið í hvítt brauð sem keypt var úr búð, í nestisboxið mitt í staðinn fyrir ávexti og grænmeti. Við borðuðum eingöngu lífrænt ræktað kjöt einu sinni til tvisvar í viku og allt var eldað frá grunni.
Eins heilbrigður og minn lífsstíll var að þá fékk á mislinga, hettusótt, skarlatsótt, rauða hunda, kíghósta, heilahimnubólgu og hálsbólgu og ég fékk líka hlaupabóluna. Suma af þessum sjúkdómum er hægt að koma í veg fyrir, með því að bólusetja.
Þegar ég var á tvítugsaldri fékk ég frumubreytingar tengdar krabbameini.
Hvernig gat ég fengið allar þessa sjúkdóma þegar ég borðaði bara heilsufæði?
Mamma var mesta heilsufríkin, hún drakk hvorki né reykti. Hún notaði ekki lyf og við fengum ekki að horfa á hvað sem er í sjónvarpinu né klæðast plast skóm. Ég er þakklát og glöð að hún ól okkur upp á svona heilsusamlegu fæði og hugsaði svona vel um okkur öll.
En þetta stoppaði það ekki að ég fékk allar pestar sem að börn fá.
Ég ákvað að láta bólusetja mín börn og þau hafa afar sjaldan orðið veik. Þau hafa þurft að fá penisilín tvisvar á ævinni. (ekki eins og ég, sem var alltaf veik og alltaf að fá lyf. Á endanum þá var ég búin að byggja upp ónæmi fyrir þessum lyfjum sem gerði það að verkum að ég lenti inn á spítala).
Börnin mín fengu enga af þessum barnasjúkdómum fyrir utan hlaupabóluna sem þau fengu bæði á meðan ég var með þau á brjósti. Ég hef alið þau upp á heilbrigðum mat, lífrænu grænmeti, en samt ekki með sömu öfgum og mamma gerði. Börnin mín eru heilbrigðari en ég var á þeirra aldri.
Ég stend mig stundum að verki þar sem ég er að velta því fyrir mér að sagt er að veikindi sem börn fái hafi afar sjaldan alvarlegar aukaverkanir eða dragi þau til dauða. En hins vegar séu bólusetningar af hinu slæma og geti haft aukaverkanir sem gætu dregið barnið til dauða!
Ég á líka svo erfitt með að sætta mig við þá staðreynd að svo margir skuli veikjast alvarlega af sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningu.
Ég á vini sem misstu heyrnina vegna mislinga. Ég á vin sem missti sjónina að hluta vegna þess að hún fékk rauða hunda í móðurkviði. Minn fyrrverandi fékk alvarlega lungnabólgu af hlaupabólu. Bróðir vinar míns lést af völdum hettusóttar.
Það er ekkert hægt að stóla á óstaðfestar sannanir eða taka ákvarðanir út frá þeim. En þegar staðreyndir og vísindalegar sannanir eru ekki næginlega góðar til að fá einhvern til að skipta um skoðun er lítið hægt að gera, þannig að þessu hef ég lifað með.
Þeir sem eru alfarið á móti bólusetningum segja að mótefnin í líkamanum eigi að sjá um að börn veikist ekki. Allavega er þetta mín persónulega reynsla þegar ég hlusta á þá sem láta ekki bólusetja.
En mín persónulega reynsla varð auðvitað til þess að ég lét bólusetja mín börn og sjálfa mig.
Ég lét bólusetja mig við inflúensu nýlega og ég er að fara í bólusetningu við kíghósta til að verja ófædda barnið mitt. Mitt eigið ónæmiskerfið dugar ekki til þess að verja hann þar sem ég fékk kíghósta þegar ég var 5.ára.
Ég skil upp að vissu marki, hvað foreldrar sem eru á móti bólusetningum meina. Á níunda áratugnum, þegar ég var áhyggjufull 19 ára móðir, hrædd við heiminn sem ég var að fæða barnið mitt inn í. Ég var að læra hómópata, jurta og aróma-lækningar; ég trúði á engla, nornir, miðla, geimverur og fleira. Ég lét lesa í áruna mína í gríð og erg og ég setti flúorfilter á vatnið hjá mér. Ég fór að taka mínar daglegu ákvarðanir í gegnum tarotspil. Ég ræktaði allt mitt grænmeti sjálf og gerði jurtameðöl. Ég var svo hrikalega brothætt að ég var við það að falla saman.
Það var ekki fyrr en ég loksins hafði betur varðandi allar þessar ofsóknarbrlálæðis hugsanir mínar og hræðslur við allan heiminn í kringum mig að ég náði tökum á sjálfri mér. Þetta gerist þegar ég hætti að taka sykur-töflur við öllum verkjum og vanlíðan og ég leitað mér hjálpar hjá sérfræðingi. Þá loksins fór ég að blómstra, líkamlega og andlega.
Ef þú sem foreldri heldur að ónæmiskerfið í þínu barni sé næginlega öflugt til að berjast við sjúkdóma sem hægt er að bólusetja við að þá er barnið þitt næginlega sterkt til að berjast á móti því ofurlitla magni af dauðum eða veikum sýklum sem geta verið til staðar í efnum sem eru notuð til bólusetninga.
En það eru ekki allri í kringum þig svo sterkir. Sumir hafa ekki valið, það geta ekki allir barist við þessa sjúkdóma og unnið þá og það eru ekki allir svo heppnir að geta fengið bólusetningar. Ef þú átt heilbrigt barn, þá getur þitt barn þolað bólusetningar og hugsað til þeirra barna sem að geta ekki fengið bólusetningu.
Kenndu barninu þínu samúð og kenndu því að bera ábyrgð og finna fyrir ábyrgðartilfinningu gagnvart þeim sem eru í kringum það. Ekki kenna barninu þínu að vera hrætt við heiminn og fólkið í kringum það. Kenndu barninu þínu að elska fólk sem er ekki eins og allir hinir, en ekki dæma þá sem eru fatlaðir eða andlega veikir eða stimpla það fólk sem skemmt.
Í lokin, en samt afar mikilvægt fyrir mig að koma þessu að, þú sem foreldri og ert vitandi að láta þitt barn komast í snertingu við barnaveikir finnst mér vera afar rangt. Ef barn veikist en er heppið að fá ekki allskyns aukaverkanir í sínum veikindum að þá get ég sagt þér að þessar barnaveikir alls ekkert notalegar. Ég þekki það frá eigin reynslu.
Ég veit ekki með þig, en ég get ekki horft á mitt barn þjást í veikindum.
Ef þú hefur aldrei fengið neitt af þessum barnasjúkdómum þá veistu ekki hversu hræðinlegir þeir eru - ég veit það. Verkir, mikil óþægindi, öndunarerfiðleikar, erfiðleikar að borða og kyngja, mikill hiti og martraðir, kláði um allan líkamann sem er svo slæmur að þú getur ekki legið, horast svo mikið að þú getur ekki gengið eðlilega, niðurgangur sem er svo slæmur að þú liggur í fósturstellingunni á baðherbergisgólfinu, fjarvera frá vinnu fyrir foreldrana (og ef þú ert með eigið fyrirtæki, engar tekjur), þurfa að vera í sótthví, missa mikið úr skóla, missa af afmælisveislum, áhyggjurnar, svefnlausar nætur, svitaköst, öll tárin og blóðið, miðnætur heimsóknir á spítalann, sitjandi ein á biðstofu því enginn vill sitja nálægt þér því fólk er hrætt við alla rauðu flekkina sem barnið þitt er með á andlitinu.
Þið sem sluppuð við barnaveikir án þess að hafa verið bólusett eruð afar heppin.
Og núna, þegar æ fleiri láta ekki bólusetja börnin sín, þeim mun fleiri börn munu geta veikst. Það er ekki lengur þetta öryggisnet; að engar alvarlegar barnaveikir geri vart við sig. En veikist eitt óbólusett barn sem hefur verið í snertingu við önnur óbólusett börn þá má búast við að flest þau börn veikist líka.
Bólusetjið börnin, það er öruggasta leiðin til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með tilheyrandi aukaverkunum eins og ég minntist á hérna að ofan.
Grein þýdd af voicesforvaccines.org
Lesa má meira um gildi bólusetninga á vefsíðunni Upplýst.org