Homeopathy Plus auglýsti hómópata meðferð gegn kíghósta og sagði það vera raunverulegan kost til að meðhöndla kíghósta.
Stofnanir sem fylgjast með auglýsingum fyrir heilsutengdar vörur fóru fram á að fullyrðingarnar sem settar voru fram í auglýsingunum væru dregnar til baka en fyrirtækið hafnaði því.
Málið fór fyrir dóm og var niðurstaðan sú að bóluefnið væri árangursrík leið til að vernda umtalsverðan meirihluta fólks fyrir kíghósta. Í dómnum kom einnig fram að fullyrðingar sem fyrirtækið setti fram um að remedíur hómópata gætu gagnast til að koma í veg fyrir kíghóstasmit væru villandi eða blekkjandi.
Ákvörðun um refsingu eða lögbann verður tekin í febrúar næst komandi.
Hefðbundnar bólusetningar eru hins vegar gagnrýndar með almennum orðum og því haldið fram að hómópatía geti gagnast til að koma í veg fyrir malaríu, beinbrunasótt, japanska heilabólgu, mjógyrmasýki og heilasótt.
Frétt birtist á vef mbl.is og er hluti af henni fenginn lánaður þaðan.