Ung húð er mjúk og teygjanleg og inniheldur mikið af Hyaluronic sýru sem hjálpar húðinni að vera ung og heilbrigð. Hyaluronic sýran gefur okkur áframhaldandi raka í húðina með því að binda 1000 falda vigt sína í vatni.
Með aldrinum minnkar geta húðarinnar til að framleiða Hyaluronic sýruna en það gerir það að verkum að útlit húðarinnar verður óheilbrigt og hrukkur myndast, þess vegna er það svona áhrifaríkt að bera Hyaluronic beint á húðina sem öfluga snyrtivöru í baráttunni við elli kerlingu.
Þessar þrjár gerðir af Episilk hafa alveg slegið í gegn hjá flestum sem hafa prófað.
Best er að bera dropana á húðina eftir hreinsun tvisvar á dag og á meðan húðin er aðeins rök því rakinn hjálpar húðinni til að draga í sig HA og það fer dýpra inn í húðina. Ein pumpa dugar vel á andlitið og hálsinn.
Episilk droparnir eru náttúrulegir og vegan.
PHA er hrein Hyaluronic sýra blönduð með vatni dregur hún úr fínum línum og hrukkum, strekkir húðina og gefur henni mýkt.
Q10 er blanda úr Hyaluronic sýru og hið öfluga andoxunarefnið Q10 sem gefur húðinni djúpan raka, næringu og yngri áferð.
IFL er blanda af Hyaluronic sýru og Pephta Tight er sem er kraftur úr grænþörungi, húðin verður silkimjúk og fínar línur hverfa. Hún verndar einnig gegn skaðlegum sindurefnum.
Episilk droparnir fást í Heilsuhúsinu, Lifandi markaði og í völdum Lyfju verslunum.
HÉR má lesa um þessa undraverðu dropa.