Fara í efni

Ert þú að glíma við vefjagigt ?

„Orkulausnir eru himnasending fyrir þá sem glíma við orkuleysi, þrekleysi, verki og svefnvanda“
Linda Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari
Linda Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari

Ert þú að glíma við vefjagigt? Ertu  þreklaus, orkulaus eða með verki? Átt þú erfitt með svefn og ert ekki alltaf upp á þitt besta?

„Orkulausnir eru himnasending fyrir þá sem glíma við orkuleysi, þrekleysi, verki og svefnvanda“ útskýrir Linda Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari hjá Heilsuborg. Hún segir hægt farið af stað og hugsað sé inn á við á námskeiðinu. „Ég kenni þátttakendum að finna sín mörk og gera æfingarnar rétt því stundum hleypur of mikið kapp í fólk sem getur hefnt sín og kostar rúmlegu næstu tvo daga“ segir Linda og bætir við brosandi að verkir eftir æfingatíma séu ekki hluti af námskeiðinu.

„Það getur verið átak fyrir marga að hefja líkamsrækt og því mikilvægt að námskeiðið sé ekki of erfitt. Við byrjum alla tíma á góðri upphitun, förum síðan í mismunandi æfingar sem henta hverjum og einum og endum tímana á teygjum og slökun þar sem ég leiði hugleiðslu. Það er gulrótin á námskeiðinu og gefur þátttakendum jafn mikið og æfingarnar“ segir Linda.

Orkulausnir byrja á heilsufarsviðtali við hjúkrunarfræðing en læknir og næringarfræðingur standa að fræðslu á námskeiðinu auk Lindu. „Andrúmsloftið er afslappað og heimilislegt því þátttakendur ná vel saman og oft mikið spjallað á eftir tíma. Allir standa jafnfætis og fagna því að geta stundað heilsurækt á eigin forsendum, með góðri og öruggri leiðsögn.“ Innifalið í Orkulausnum eru einnig ýmsir fyrirlestar t.d. um svefn, streitu , verki og andlega líðan.

„Það er yndislegt að horfa yfir hópinn í lok námskeiðs og sjá framfarirnar. Allir eru svo kátir og jafnvel farnir að fara í „flugvél“ eins og ekkert sé, en það er jafnvægisæfing á einum fæti“ segir Linda og brosir. Í vetur verður Linda með ókeypis hugleiðslu kl. 11 á fimmtudögum og allir eru velkomnir í þá tíma, jafnvel þó þeir eigi ekki kort í Heilsuborg.

„Hugleiðsla er dásamleg fyrir heilsuna og gott að eiga stutta stund til að næra sjálfan sig í amstri dagsins“ segir Linda. Orkulausnir hefjast 22. október en kennt er tvisvar sinnum í viku kl. 10:00 eða 15:00 og hvetur Linda alla sá sem finna fyrir lítilli orku að skrá sig og stunda þannig líkamsrækt í góðum félagsskap.