Sumar tilbúnar tegundir innihalda þykkingarefnið carrageenan sem er unnið úr þara og fer illa í marga.
Laukur er algengur sökudólgur og sérstaklega ef borðaður hrár en laukur er ein af þeim fæðutegundum sem fólk grunar síst.
Margar orkustandir innihalda sojaprótein sem margir þola illa. Athugaðu innihaldslýsinguna og vertu viss um að próteinið komi frá hnetum og fræjum en ekki sojaafurðum.
Linsur innihalda sykrur sem kallaðar eru oligosaccharides og phytic sýru sem getur leitt til uppþembu. Láttu linsurnar liggja í köldu vatni að viðbættum smá sítrónusafa eða ediki yfir nótt en það ætti að minnka phytate innihaldið.
Margar tegundir tyggjós innihalda sorbitol sem sætuefni en það fer illa í magann á mörgum og getur valdið uppþembu og flökurleika.
Eins og alkunna er þá inniheldur unninn matur gjarna mikið af salti sem veldur nú ekki uppþembu en heldur í vatn og veldur bjúg hjá velflestum konum.
Þurrkaðir ávextir innihalda mikinn ávaxtasykur sem er erfiður fyrir magann eins og allur sykur.
Sumar fitur ýta undir bólgur í líkamanum en þar er helst að nefna transfitur, mettaða fitu og omega 6. Þó fita sé nauðsynleg og góð fyrir líkamann þá getur hún verið erfið í maga sé borðað of mikið í einu af t.d. dýrafitu, grænmetisolíu eða hnetum. Eins borðum við yfirleitt meira af Omega 6 en Omega 3 sem er að finna í laxi, chia fræjum og hörfræjum, en það getur valdið ójafnvægi.
Þetta þrennt inniheldur mikið fructan (trefjar) sem eru illmeltanlegar og erfiðar fyrir viðkvæma maga en eldun léttir verulega á.
Birt í samstarfi við