Inflúensan breiðist nú hratt út í samfélaginu. Fjöldi tilkynninga, samkvæmt klínísku mati lækna, hefur aukist mikið eins og mynd 1 sýnir en hún er byggð á gögnum frá heilsugæslu og bráðamóttökum.
Samkvæmt upplýsingum frá veirufræðideild Landspítala, greindust í síðustu viku 16 einstaklingar með inflúensu A(H3), fjórir með inflúensu B en enginn með inflúensu A(H1), sjá töflu 1. Inflúensa A(H3) er því ráðandi stofn sem hefur greinst oftast í vetur. Hugsanlegt er að hlutur inflúensu B eigi eftir að aukast á næstu vikum en nokkuð er um inflúensu B í hinum Norðurlöndunum.
Í síðustu viku bárust 66 öndunarfærasýni til greiningar á veirufræðideild Landspítala, sem er smávægileg aukning miðað við vikuna þar á undan, sjá töflu 1.
Samkvæmt þessu er virkni inflúensunnar eins og við er að búast á þessum tíma árs. Gera má ráð fyrir að hún eigi eftir að aukast á næstunni áður en hún nær toppi og dalar að nýju.
Staðan í Evrópu
Virkni inflúensu jókst einnig á meginlandi Evrópu. Ráðandi stofn í flestum Evrópulöndum er inflúensa A(H3N2), en einnig greinist nokkuð af inflúensu A(H1) og inflúensu B, sjá nánar á vefsíðuAlþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og sóttvarnarstofnunar ESB (ECDC).
Innlagnir á Landspítala vegna inflúensu
Samkvæmt upplýsingum frá sýkingavarnadeild Landpítala, hafa alls 23 einstaklingar lagst inn á Landspítala vegna inflúensu í vetur, en það er sambærilegt því sem gerðist síðasta vetur. Allir voru með inflúensu A(H3) nema tveir voru með inflúensu B. Stærstur hluti þeirra sem lögðust inn eru aldraðir einstaklingar og/eða einstaklingar með undirliggjandi áhættuþætti, en í þessum hópi voru einnig tvö börn undir eins árs aldri.
Aðrar öndunarfæraveirur
Í síðustu viku greindist einn einstaklingar með Respiratory Syncytial Virus (RSV) og einn með Human metapneumovirus (hMPV). Alls hafa 18 einstaklingar greinst með RSV og 19 með hMPV, stór hluti þeirra eru ung börn.
RSV sýkir einkum börn á fyrstu aldursárum og getur valdið alvarlegum einkennum hjá yngstu börnunum. Engin bóluefni eru til gegn RSV. Sjá nánari upplýsingar um RS veiruna á vefsíðu Embættis landlæknis.
HMPV veldur svipuðum einkennum og RSV og leggst líka á börn.
Nokkrir greindust með adenoveiru og rhinoveiru í síðustu viku, sjátöflu 2.
Meltingarfærasýkingar
Sjö einstaklingar greindust með caliciveirur sem valda einkennum frá meltingarfærum, sjá töflu 3. Það skal þó ítrekað að þessar tölur gefa takmarkaðar upplýsingar um sýkingar af völdum caliciveira í samfélaginu, því veikindin ganga oftast yfir án þess að sýnataka fari fram.
Fjöldi klínískra tilkynninga af niðurgangi er svipaður og á sama árstíma síðastliðin ár, sjá mynd 2.
Heimild: landlaeknir.is