Sundréttur minn yfir Ermarsundið er á tímabilinu 8. – 13. ágúst 2015. Það þýðir að lagt verður af stað frá ströndum Dover í Englandi yfir til Frakklands um leið og færi gefst, þ.e. þegar veður og sjólag er gott.
Stysta leiðin yfir Ermarsundið er um 34 kílómetrar en ætla má að sundið sjálft sé á bilinu 50-60 kílómetrar og taki um 12-15 klst. Einungis einn Íslendingur hefur náð að synda yfir Ermarsundið, það gerði Benedikt Hjartarson árið 2008.
Ég er fædd árið 1972 og menntaður þroskaþjálfi, útskrifaðist sem slíkur árið 2001. Ég starfa í Klettaskóla, er gift og á þrjú börn.
Fyrir sjósundköppum er Ermarsundið það sem Everest er fjallgöngumönnum og reynir á bæði líkamlega og andlega. Þetta er kostnaðarsamt, greiða þarf m.a. fyrir bát, áhöfn, gistingu og flug fyrir sundmann og aðstoðarmenn hans.
Ég vona að þú sjáir þér fært að styrkja mig við þetta afrek að synda ein yfir Ermarsundið.
Bestu kveðjur,
Sigrún Þ. Geirsdóttir