Verkefnaheftið er samið af Fríðu Rún Þórðardóttur næringarfræðingi, höfundi bókarinnar Góð næring, betri árangur í íþróttum og heilsurækt. Því er ætlað að hjálpa kennurum og leiðbeinendum að nýta bókina sem best við kennslu og gefa dæmi um spurningar sem hægt er að leggja fyrir nemendur samhliða yfirferð á bókinni sem og hvernig hafa má hana til prófs.
Verkefnaheftið nýtist einnig þeim sem lesið hafa bókina en vilja bæta næringarlega þekkingu sína enn frekar með því að svara þeim spurningum sem í heftinu eru.
Vonandi kemur verkefnaheftið að góðum notum fyrir sem flesta og styður enn frekar við þá þekkingu sem fólk aflar sér við lestur bókarinnar sjálfrar.
KAUPA BÓKINA GÓÐ NÆRING, BETRI ÁRANGUR
Ragna Ingólfsdóttir, afrekskona í badminton og ólympíufari
Búin að lesa bókina og mér finnst hún mjög flott og finnst vera svör við öllu í henni, ótrúlegt hvað þú náðir að covera mikið af efni. Flott að hafa myndir við hliðina á texta. Mér finnst hún bara alveg geggjað flott og skemmtileg. Til hamingju með hana !
Ólafur Sæmundsson, næringarfræðingur
Búinn að lesa bókina hratt yfir og vil óska þér til hamingju með flott verk. Texti lipurlega skrifaður og efni vel og skipulega uppsett. Fagmennskan er í fyrirrúmi eins og við má búast þegar þú ert annars vegar.
Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur
„Virkilega vel gerð og þörf bók fyrir íþróttafólk og aðra sem að stunda hreyfingu.““Mæli hiklaust með þessari bók“
Ég var ánægður að sjá að þú ræðir um kúra og hvernig þeir virka.....saknaði reyndar að sjá ekki mynd af þér í bókinni á fleygiferð í keppnishlaupi.
Laufey Sigurðardóttir
mér finnst bókin rosafín.
,,Aðgengileg og auðlesin bók, góður grunnur um næringarfræði. Góð eign fyrir þá sem vilja bæta við sig þekkingu á næringu er hentar þeirra íþróttaiðkun, sem og þá sem vilja rifja upp
næringarfræðina með fókus á næringu íþróttafólks.“
Laufey Sigurðardóttir Næringarrekstrarfræðingur
Melkorka Árný Kvaran, íþróttakennari, kerrupúl og bootcamp
Mér finnst bókin skemmtilega og þægilega vel framsett sem ég ímynda mér að nái vel til breiðs hóps.. Hún virkaði vel á mig sem áhugamanneskju um næringu, foreldri barnanna minna og fagmanneskju sem þjálfara/íþróttakennara og matvælafræðings.
Mér finnst líka flott hvernig Fríða Rún tekur góð dæmi um matvælin og hreyfinguna, þannig finnur fólk betur tengingu við sig persónulega.
Vel skrifuð, auðlesin og fræðandi bók!
Get hiklaust mælt með henni
Guðlaug Gísladóttir, næringarfræðingur Landspítala
,,Falleg og vel upp sett bók. Bæði íþróttafólk, almenningur og fagfólk á eftir að nota sér hana.“