Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annarsstaðar í heiminum. GoRed átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga megi úr líkum á sjúkdómunum. Aukin vitund kvenna um áhættuþættina hefur einnig óbein áhrif á lífsstíl karla og ungmenna. Nánar má lesa um alheimsátak GoRed með því að fara hér.
GoRed átakið er alheimsátak, á vegum World Heart Federation. Um er að ræða alþjóðlegt langtímaverkefni sem hófst í Bandaríkjunum og víða í Evrópu árið 2004 og hefur verið haldið á Íslandi frá árinu 2009.
Verndari átaksins á Íslandi er Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum heilbrigðisráðherra. Formaður stjórnar GoRed er Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir sérfræðingur í hjartasjúkdómum.
Samkvæmt rannsóknum Hjartaverndar eykst tíðni áhættuþátta hjá konum eftir 50 ára aldur, sem sem hár blóðþrýstingur, hátt kólesteról, sykursýki og ofþyngd. Með hollu mataræði og reglubundinni hreyfingu má minnka líkurnar á flestum áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma.
GoRed á Íslandi er samstarfsverkefni Hjartaverndar, Heilaheilla og Hjartaheilla, auk fagdeildar hjartahjúkrunarfræðinga og og fleiri fagaðila. GoRed stendur nú í fimmta skiptið fyrir átaki til að fræða konur um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, einkennin og hvernig hægt er að minnka líkurnar á að fá þessa sjúkdóma. Við viljum benda á að "GoRed fyrir konur á Íslandi" er á facebook og þú getur smellt hér til að gera "like" við síðuna.
Hvaða konur eru í forgangi?
Helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma hjá konum
Ofangreindir áhættuþættir eru flestir einkennalausir og því þarf að mæla þá sérstaklega.
Einkenni hjartaáfalls og heilaslags – Konur eru öðruvísi:
Konur eru líklegri til að upplifa eftirfarandi einkenni hjartaáfalls:
Konur og karlar upplifa eftirfarandi einkenni hjartaáfalls:
Konur og karlar upplifa eftirfarandi einkenni heilaslags: