Brátt gengur jólahátíðin í garð með öllum sínum notalegheitum og næringu fyrir líkama og sál.
Þetta er dýrmætur tími fyrir okkur öll, tími sem við leyfum barninu í okkur að koma fram, og við að njóta samveru með fjölskyldu og vinum. Við óskum að lesendur okkar og landsmenn allir eigi sem gleðilegust jól og áramót og þökkum fyrir árið sem er að líða.
Við ætlum að horfa björtum augum til ársins 2018 og setja okkur persónuleg markmið þar sem heilsan er sett í fyrsta sæti.
Með hátíðarkveðju frá Heilsutorgi,
Anna Birgis
Fríða Rún Þórðardóttir
Tómas Hilmar Ragnarz