Rannsóknarstofa í næringarfræði við Landspítala Háskólasjúkrahús og Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands óska eftir þátttakendum í rannsókn sem hlotið hefur samþykki Vísindasiðanefndar.
Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Bryndís Eva Birgisdóttir dósent í næringarfræði (543-8416).
Þátttakendur mega ekki vera greindir með skert sykurþol eða sykursýki, þeir þurfa að vera reyklausir, mega ekki vera á sérfæði eða vera með ofnæmi eða óþol fyrir mjólkurvörum, hnetum eða kornvörum. Þungaðar konur og konur með börn á brjósti geta ekki tekið þátt.
Við fyrstu komu neyta þátttakendur 500 kcal morgunverðar sem samanstendur af sýrðum mjólkurvörum, ávöxtum og múslí með hnetum. Önnur heimsókn verður með sama sniði nema þátttakendur neyta sama morgunverðar en nú sem þeyting (boozt). Í báðum heimsóknum verður blóðsykurinn mældur í 4 klukkustundir með fingurstunguprófi, þ.e á 15 mínútna fresti í tvo tíma síðan á hálftíma fresti í 2 tíma. Þrjú blóðsýni eru tekin í hvorri rannsókn (þátttakendur hafa val á að sleppa því). Að auki verða þátttakendur beðnir um að svara spurningalista varðandi seddu og vitræna getu og spurningalista um atferli kvöldið áður. Kvöldið fyrir hverja heimsókn ættu þátttakendur ekki að drekka áfengi eða taka þátt í erfðum líkamlegum æfingum. Einnig verður mataræði kvöldið fyrir hverja heimsókn að vera staðlað.