Fara í efni

Hefur þú áhuga á að taka þátt í rannsókn?

Ert þú á aldrinum 20-70 ára ?
Hefur þú áhuga á að taka þátt í rannsókn?

Ert þú á aldrinum 20-70 ára ?

Með BMI 25-30 kg/m2 (þyngd/hæð2) ?


Þá getur þú tekið þátt í þessari rannsókn. Í leiðinni færðu hugmynd um þína blóðsykurstjórnun og líkamssamsetningu.


Áhrif tveggja mismunandi máltíða á blóðsykur, seddu og vitræna getu.

Rannsóknarstofa í næringarfræði við Landspítala Háskólasjúkrahús og Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands óska eftir þátttakendum í rannsókn sem hlotið hefur samþykki Vísindasiðanefndar.

Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Bryndís Eva Birgisdóttir dósent í næringarfræði (543-8416).

Vinsamlegast hafið samband við Báru Hlín Þorsteinsdóttur meistaranema í næringarfræði Email: bth69@hi.is

 

  • Þátttakendur þurfa að vera á aldrinum 20-70 ára og yfir kjörþyngd, með líkamsþyngdarstuðul (e. body mass index) á bilinu 25-30 kg/m2 (þyngd/hæð2). Hægt er að reikna út eigin líkamsþyngdarstuðul á heimasíðu Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands (www.mni.is) hægra megin á síðunni þar sem stendur “BMI”.

Þátttakendur mega ekki vera greindir með skert sykurþol eða sykursýki, þeir þurfa að vera reyklausir, mega ekki vera á sérfæði eða vera með ofnæmi eða óþol fyrir mjólkurvörum, hnetum eða kornvörum. Þungaðar konur og konur með börn á brjósti geta ekki tekið þátt.

  • Markmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif mismunandi vinnsluaðferða á blóðsykur, seddu og vitræna getu.
  • Rannsóknin fer þannig fram að þátttakendur mæta að morgni á MATÍS Vínlandsleið 14, í tvö skipti með viku millibili. Mælingar fara fram alla virka daga og laugardaga í mars og apríl.

Við fyrstu komu neyta þátttakendur 500 kcal morgunverðar sem samanstendur af sýrðum mjólkurvörum, ávöxtum og múslí með hnetum. Önnur heimsókn verður með sama sniði nema þátttakendur neyta sama morgunverðar en nú sem þeyting (boozt). Í báðum heimsóknum verður blóðsykurinn mældur í 4 klukkustundir með fingurstunguprófi, þ.e á 15 mínútna fresti í tvo tíma síðan á hálftíma fresti í 2 tíma. Þrjú blóðsýni eru tekin í hvorri rannsókn (þátttakendur hafa val á að sleppa því). Að auki verða þátttakendur beðnir um að svara spurningalista varðandi seddu og vitræna getu og spurningalista um atferli kvöldið áður. Kvöldið fyrir hverja heimsókn ættu þátttakendur ekki að drekka áfengi eða taka þátt í erfðum líkamlegum æfingum. Einnig verður mataræði kvöldið fyrir hverja heimsókn að vera staðlað.

  • Áætlað er að hver heimsókn taki að hámarki 5 klukkustundir, frá 8-13. Boðið verður upp á léttan hádegisverð eftir hverja heimsókn. Magn þess sem hver og einn neytir verður metið.

 

KYNNINGARBRÉF má nálgast hér.