Þessar nano-agnir bera melittin sem er virka efnið í eitri býflugna. Melittin bræðist saman við HIV veiruna og eyðir þeirri vörn sem að umlykur veiruna, á meðan sameindarstuðari kemur í veg fyrir að nano-agnirnar skemmi heilbrigðar frumur.
Býflugnaeitur er þekkt fyrir að eyða frumuveggjum og einnig æxlum.
Býflugnaeitur inniheldur eiturefni sem heitir melittin og getur þetta efni gert göt á varnarveggi sem umkringja vírus eins og HIV og fleiri. Of mikið af þessu efni getur hinsvegar orsakað miklar skemmdir.
Þessi nýja rannsókn sýnir að þegar þetta efni, melittin er hlaðið á nano-agnirnar að þá skaðar það ekki heilbrigðar frumur. En með HIV vírusinn er sagan önnur.
Flest lyf sem gefin eru við HIV varna því að vírusinn fjölgi sér. En gallinn á þessu er sá að frumurnar hafa fundið leið fram hjá mörgum af þessum lyfjum og halda áfram að orsaka skemmdir og fjölga sér.
Þessi rannsókn, “The bee venom HIV study” var gefin út fyrir nokkrum dögum í the Journal Antiviral Therapy.
Það eru fleiri en 34 milljónir manns sem lifa með HIV/AIDS út um allan heim og eru um 3 milljónir af þeim undir 15 ára aldri. Á degi hverjum smitast margir einstaklingar af HIV.
Heimildir: collective-evolution.com